Skírnir - 01.09.2002, Page 238
460
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
Heterótópía Sjóns er ekki aðeins mótuð af sýn hans á land og þjóð
heldur er hún einnig samsett úr textum. Sem slík er hún dæmi um það sem
Júlía Kristeva nefnir textatengsl (intertextualité á frönsku, intertextuality
á ensku). Textatengsl er hugtak sem Kristeva skilgreinir sem tilfærslu eða
víxlun, leið eins táknkerfis yfir í annað. Kristeva hefur gagnrýnt frjálslega
notkun þessa hugtaks og hvernig það hefur verið notað til að skýra vís-
anir og/eða bókmenntaleg áhrif. Hún segir að hér sé um annað og meira
en áhrif eða vísanir að ræða og ítrekar að þessi tilfærsla textatengslanna
feli í sér „gagnkvæm skipti og umbreytingu“ á báðum þeim orðræðum
sem víxlunin tekur til.39
Eins og Kristján B. Jónasson segir í umfjöllun sinni um Augu þín sáu
mig hafa textatengsl í verkum Sjóns oft verið kennd við þau yfirborðslegu
tengsl sem Kristeva gagnrýnir: „Sá sögulegi, táknlegi og guðfræðilegi
heimur sem hann styðst við er ekki bara einhver hallærisleg „vísun“, eins
og gagnrýnendur segja þegar þeir sjá eitthvað sem þeim kemur kunnug-
lega fyrir sjónir í textanum en hafa ekki hugmynd um hvað er. Þessi texta-
heimur er þéttofinn inn í frásögn sem býr til nýtt samhengi úr hugmynd-
unum og virkjar þær á nýjan hátt.“40 Dæmi um slíkt samhengi og virkjun
eru textatengslin við gotnesku skáldsögurnar, en þar er hugmyndafræði
þessara skáldverka fléttuð inn í sjálfa grunnhugmynd skáldsögunnar Með
titrandi tár og á við hana gagnkvæm skipti: Drakúla endurskrifar upp-
runa Islendinga jafn klárlega og kenningar fulltrúans um uppruna Islend-
inga gefa nýja sýn á skáldsögu Stokers. Það sama má segja um Franken-
stein sem þó er hvergi nefndur, heldur liggur fremur í bakgrunni sögunn-
ar, en þar kallast textalegar samsetningar á og hafa róttæk áhrif á lestur og
skilning á hvorum texta um sig. Textatengsl af þessu tagi birtast hvað
greinilegast í metatextum ýmiss konar og sjálfsagan er í raun tegund
skáldsögu sem opinberar textatengsl sín, dregur þau fram og gerir þau að
drifkrafti textans.
Hin tilfærða heterótópía skáldsögunnar Með titrandi tár birtir okkur
gagnrýna sýn á Island. Sjálfsagan hefur mikla möguleika á að koma á
framfæri gagnrýni, og býður ekki síður upp á pólitísk tök en raunsæis-
skáldsagan, eins og þau Waugh, Hutcheon og McHale sýna fram á í rit-
um sínum. Hinn sjálfsmeðvitaði stíll, sem býður upp á bæði skopstæling-
ar (paródíu) og háðsádeilu (íróníu), nýtur sín sérlega vel í hvassri gagn-
39 Kristeva 1984 [1974], s. 59-60. í tilvitnuðu riti, La révolution du languagepoét-
ique (þýtt á ensku sem Revolution in Poetic Language), gagnrýnir Kristeva
hvernig hugtakið hefur verið notað og leggur áherslu á þessa víxlverkun, en
helsta umfjöllun hennar um textatengsl er í grein sem þýdd hefur verið á ís-
lensku undir heitinu „Orð, tvíröddun og skáldsaga" (Kristeva 1991).
40 Kristján B. Jónasson 1995, s. 120. Eftirleiðis verður vitnað í greinina með blað-
síðutali innan sviga.