Skírnir - 01.09.2002, Síða 241
SKÍRNIR
SKYLDI MÓTA FYRIR LANDI ?
463
ann „gerir ekki grín að samtíðinni til þess eins að staðfesta gildi hennar“
og „gagnrýnir hana ekki til þess að sýna að það er engin leið út úr henni.
Hann er ígrundaður og ísmeygilegur" (120). Þessi ísmeygilegi og gagn-
rýni léttleiki skáldsögunnar kemur greinilega fram í leik höfundarins með
mennsku, en hann er markaður skýrum pólitískum dráttum. Sjón ræðst
að hefðbundnum húmanískum hugmyndum um mennsku og gagnrýnir
þær með því að draga upp aðrar myndir og myndunarform mennskunn-
ar. Þessi hreyfing er þó alltaf margræð, eins og kemur klárlega fram í kafl-
anum um sebrafólkið, en þar birtist okkur samspil mennsku og
ómennsku með gerólíkum pólitískum undirtónum.
Allt fléttast þetta svo órjúfanlega saman, sjálfsmeðvitund textans og
leikurinn með sjálfsöguna, sem skapar höfundinn sem hluta af textanum
og textann sem hluta af höfundinum. Skáldsagan er samþættuð úr textum
og textatengslum á sama hátt og höfundurinn er samsettur úr textum og
saga hans er sköpunarsaga, þar sem skapaður er nýr Islendingur, úr þjóð-
legum og alþjóðlegum þáttum. Sköpunarsaga hans endurspeglast í sköp-
un skáldsögunnar, sem jafnframt er sköpunarsaga Islands, útópísk og
dystópísk, bundin veruleika jafnt sem ótrúverðugum kenningum.
Heimildir
Ástráður Eysteinsson. 1999a. „Þetta er skáldsaga. I sama klefa eftir Jakobínu Sig-
urðardóttur." Umbrot: Bókmenntir og nútími, s. 211-222. Reykjavík.
Ástráður Eysteinsson. 1999b. „í fuglabjargi skáldsögunnar. Um Kristnihald undir
Jökli.“ Umbrot: Bókmenntir og nútími, s. 239-254. Reykjavík.
Bakthin, Mikhail. 1981 [1970]. „The Epic and the Novel." The Dialogic
Imagination: Four Essays by M.M. Bahktin. Ritstj. Michael Holquist. Þýð.
Caryl Emerson og Michael Holquist, s. 3—40. Austin.
Foucault, Michel. 2002 [1984]. „Um önnur rými.“ Ritið: Tímarit Hugvísindastofn-
unar. Þýð. Benedikt Hjartarson. 1:2002, s. 131-142.
Huet, Marie-Héléne. 1993. Monstrous Imagination. Lundúnum.
Hutcheon, Linda. 1984. Narcissistic Narrative: The Metafictional Paradox. Lund-
únum.
Hutcheon, Linda. 1988. A Poetics of Postmodernism: History, Theory, Fiction.
New York og Lundúnum.
Kristeva, Julia. 1984. Revolution in Poetic Language. Frumútg. í París 1974 sem La
révolution du language poétique. Þýð. Margaret Waller. New York.
Kristeva, Julia. 1991 [1969]. „Orð, tvíröddun og skáldsaga.“ Spor íbókmenntafrœði
20. aldar: Frá Shklovskíj til Foucault. Ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín
Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir. Þýð. Garðar Baldvinsson, s. 93-128.
Reykjavík.
Kristín Viðarsdóttir. 1997. Stúlkur í innheimum: um sagnaskáldskap Vigdísar
Grímsdóttur. Reykjavík.
Kristján B. Jónasson. 1995. „Ár stöðugleikans: Um nokkrar skáldsögur sem komu
út á árinu 1994.“ Tímarit Máls og menningar, 4:95, s. 116-121.