Skírnir - 01.09.2002, Side 244
466
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
SKÍRNIR
Þegar horft er til umfangs einkasýninga Ólafs Elíassonar í salarkynn-
um ýmissa helstu nútímalistasafna heims síðustu misseri, m.a. í Musée
d’art Moderne de la ville de Paris (2002) og The Institute of Contempor-
ary Art í Boston (2001), er ljósinnsetning hans í Ingólfsstrætinu ekki stórt
verk að rúmmetratali. Engu að síður endurspeglar verkið í einfaldleika
sínum nokkrar helstu eigindir listhugsunar hans, m.a. þá staðreynd að
mörg verka hans snúast beinlínis um ljós og vatn. Þá sýnir gluggaverkið
hvernig listamaðurinn leikur sér iðulega með stærðarhlutföll og stækkun
- smækkun veruleikans á táknrænan hátt, gerir það sem er lítið (vatns-
dropi) stórt og það sem er stórt (foss) lítið, en hugmyndina um smáheim
- alheim (míkrókosmos - makrókosmos) er að finna í ýmsum myndum í
verkum hans. Þótt Ólafur taki mikið af ljósmyndum á ferðalögum sínum
um Island, er viðfangsefni verka hans ekki ljósmögn eða fallvötn norðurs-
ins. Náttúra Ólafs hefur ekki sértæka vísun til einstakra staða, heldur hef-
ur hann fyrst og fremst áhuga á huglægum eða óhlutbundnum fyrirbær-
um hennar, svo sem ljósi, vatni, lofti, þoku, hitastigi, þyngd, áferð. Raun-
ar efast listamaðurinn um að hægt sé að upplifa umhverfið nema í gegn-
um einhvers konar eftirmyndun, sýnileg mynd náttúrunnar er fyrir hon-
um fyrst og fremst tæki til að vinna með vitund og skynjun áhorfenda á
umhverfi sínu, skynfæri áhorfenda eru raunar mikilvægur hluti af merk-
ingu sýninga hans.
Stórar innsetningar Ólafs Elíassonar eru áhrifamikið sjónarspil þar
sem hver sýning er byggð upp sem ein heild eða ferli og áhorfandinn er
leiddur um hvern salinn inn af öðrum, í gegnum margbrotin, útópísk
rými, um framandleg völundarhús, inn í heim alls kyns sjónfyrirbæra, er
jafnvel settur inn í kviksjá. „Listaverkið er ekki það sem sést, ekki hlut-
irnir heldur það sem gerist í rýminu, milli munanna og áhorfandans.
Hughrifin sem þar eiga sér stað eru mitt listaverk."5
Þótt innsetningar og rýmisverk Ólafs Elíassonar séu áskorun fyrir öll
skilningarvitin - undanskilji til að mynda ekki hljóð - þá byggjast verk
hans fyrst og fremst á hinu sjónræna. Frumforsenda margra verka hans er
beinlínis augað sjálft og líffræðileg virkni þess, ýmsar tegundir ljóss, lins-
ur, sjónin, m.a. hvernig hún vinnur og starfar, í víðara samhengi saga sjón-
listarinnar. í verkinu Guli gangurinn (Yellow corridor, 1997) leiðir hann
áhorfanda inn í rými, fullt af gulu ljósi. Þar sem hann notar ljós sem inni-
heldur aðeins eina bylgjulengd, gula, upplifa áhorfendur sjálfa sig í gulu
ljósi, meðan umhverfið verður eins og svart-hvít ljósmynd. í öðru verki,
5 Ólafur Elíasson: „Hughrif eru listaverk." Viðtal í DV 13. mars 1998.