Skírnir - 01.09.2002, Page 245
SKÍRNIR
ÞAR SEM VIT VERÐUR TIL
467
Lavafloor, 2002.
360° room for all colours (2002), fyllir listamaðurinn hins vegar stórt
hringlaga tjald með síbreytilegu ljósi sem veldur því að áhorfanda finnst
hann staddur í fljótandi rými þar sem hefðbundin viðmið á borð við tíma,
fjarlægðir og raunveruleika leysast upp.
Einkasýning Ólafs Elíassonar í nútímalistasafni Parísar vorið 2002
hófst í gríðarstórum forsal safns þar sem gólfið hafði verið fyllt með gróf-
um, ískrandi vikri og hraunmolum sem fluttir höfðu verið frá íslandi
(Lavafloor, 2002). Það heyrir þó fremur til undantekninga að Ólafur noti
náttúruleg efni á borð við vikurinn í verkum sínum, miklu algengara er að
hann noti iðnaðarefni svo sem glerrör, þykkan iðnaðarpappa, sjóngler af
ýmsu tagi, ljóskastara, neonljós, spegla, stál og álþynnur.* 6 Merking
hraunakurs Ólafs, sem sýningargestum í París var boðið að fóta sig í,
snerist enda ekki fyrst og fremst um „náttúru“, heldur um jafna dreifingu
efnisins, ljósmagnið, áferð einstakra hraunmola og heildarinnar og þá til-
finningu að undir svartri, glansandi hraunbreiðunni lægi ekki síkvik eld-
stöð heldur flísalagt marmaragólf. Áhugi listamannsins snýr ekki að sam-
runa eða upplifun, hann er ekki heldur að leita að því upprunalega. Nátt-
6 Æsa Sigurjónsdóttir: „Það að sjá sjálfan sig sjá.“ Grein í Lesbók Morgunblaðsins
6. apríl 2002.