Skírnir - 01.09.2002, Page 246
468
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
SKÍRNIR
Efst er Motional city, 2002, til hægri kviksjárgöngin Die Dinge du nicht
siehst, die du nicht siest, í miðju grillir í Windhouse, 2001 og í baksýn 360°
Roomfor all colours, 2002.
úra Ólafs er ekki „náttúruleg" frekar en listin, heldur eins og hver annar
efniviður sem hann hefur tekið úr sínu „náttúrulega“ samhengi og um-
myndað, sjálfur stendur listamaðurinn til hliðar við, eins og tölvuguð sem
vélar um sköpunarverk sitt. Hugmyndin er sú að það sem við sjáum sé
ekki til í „hreinleik" sínum, heldur aðeins í gegnum skynjun eða auga þess
sem upplifir hér og nú, þ.e. nútímamannsins.
Á sýningu í Nútímalistasafninu í New York, MoMa, árið 1998 sýndi
Ólafur Elíasson m.a. ljósmyndaröð af bráðnandi ísjökum á Skeiðarár-
sandi. Með því að búa til kerfi þar sem allir ísjakarnir virtust jafnstórir,
færðist athyglin yfir á lífrænar umbreytingar íssins. Náttúra ljósmynd-
anna var hugarsmíð eða bygging listamannsins og markmið hans að fá
áhorfanda til að velta fyrir sér eigin skynjun og spurningum á borð við
það hvað sé menningarlegt og hvað sé náttúrulegt, að hvaða marki er
„sjón“ t.d. náttúruleg? Áhugi hans beinist að því að skoða umhverfið í
ljósi tengsla við menninguna, hvernig sjónin, og í víðara samhengi skynj-
unin, er skilyrt af því samfélagi og þeim tíma sem við lifum á. Tíminn er
fyrir Ólafi Elíassyni bundinn skynjun og veruleika áhorfanda og sem
slíkur innbyggður í fagurfræði verks. í stað fortíðar getum við kannski