Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 247
SKÍRNIR
ÞAR SEM VIT VERÐUR TIL
469
talað um minningu, í stað framtíðar um möguleika, segir Ólafur, sem
leggur áherslu á upplifun núsins í verkum sínum.7
Sýn Ólafs á umhverfi sitt er því ekki ósvipuð sýn vísindamannsins
sem rannsakar og greinir, um leið og hann er sér meðvitaður um greiningu
sína, skoðar sjálfan sig skoða. Að sama skapi skiptir máli að áhorfandi
verði meðvitaður um það hvernig hann sér, að hann „sjái sjálfan sig sjá“,
eins og Ólafur hefur margsinnis bent á í viðtölum. Verk hans geta dáleitt
áhorfanda um stund en hversu uppnuminn sem áhorfandi kann að verða,
er honum ætlað að upplifa eigin skynjun. Það má segja að pólitísk vídd
verka Ólafs Elíassonar felist í því að fá áhorfanda til að horfast í augu við
sjálfan sig og taka afstöðu á heimspekilegum grundvelli, bæði til eigin
sjálfs og þess umhverfis sem hann lifir í.8
Þrátt fyrir að mörg verka Ólafs byggist á flókinni tækni og krefjist
mikillar nákvæmni í uppsetningu, þá hikar hann ekki við að blanda sam-
an vönduðum útfærslum og vissum hráleika, þannig að áhorfandi verði
var við það hvernig hlutirnir eru byggðir. Litli upplýsti gluggafossinn er
gott dæmi um það hvernig verk flettir ofan af eigin virkni (dæla, slanga,
dallur, blikkljós). Þá hefur það tíðkast að áhorfanda sé ætlað að ferðast á
þann hátt í gegnum sýningarsali að hann sjái bakhlið eða ranghverfu
verka, til að mynda veggi þakta spónaplötum þar sem ekki er reynt að fela
frágang. Með því móti leggur listamaðurinn áherslu á að áhorfandi skynji
að um sviðsetningu sé að ræða, að verk hans séu tilbúin veröld. Hversu
umfangsmiklar sem innsetningar Ólafs eru, leggur listamaðurinn áherslu
á að umgjörðin og tæknibrellurnar megi aldrei vera svo fullkomnar að
áhorfandi finni ekki fyrir blekkingunni. Ef tekið er dæmi um tæknilegan
umbúnað einstakra innsetninga Ólafs var verkið Þoka (1995) búið til á
þann hátt að 48 gulir kastarar voru notaðir til að lýsa upp hundrað fer-
metra stóran glugga safns innan frá, og rýmið fyrir innan fyllt af reyk sem
myndaður var með reykvélum. Á svipaðan hátt var Regnbogi búinn til
með fínum regnúða og varpað á hann ljósi, í verkinu Horizon instabile
(2002) er það óendanlegur, síbreytilegur sjóndeildarhringurinn sem blas-
ir við áhorfanda.
í mörgum verka Ólafs gegna speglar, m.a. marghyrndir stálspeglar,
lykilhlutverki í því að framlengja sjónsviðið, margfalda það, skapa sjón-
hverfingar, skynvillur, rugla skynjun okkar, bæta við hana viðbótarvídd-
7 Ólafur Elíasson í viðtali í sýningarskrá sýningar sinnar Your only real thing is
time í Institute of Contemporary Art, Boston, janúar-apríl 2001, bls. 16.
8 Ólafur Elíasson: „Án áhorfanda eru verkin ekki til.“ Viðtal í Morgunblaðinu 3.
febrúar 2001.