Skírnir - 01.09.2002, Page 248
470
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
SKÍRNIR
um. Með notkun spegla stundar Ólafur umsnúninga á þekktum stærðum
á borð við úti og inni, rétta og ranga, úthverfa og innhverfa. Það er stund-
um sagt að listin opni sýn þar sem er fyrir lokaður veggur. Segja má að
Ólafur takist það á hendur í bókstaflegum skilningi. Þannig hefur hann
notað spegla til að endurkasta skýjafari og himinbláma að utan um innra
rými safns, færa úthverfu húss inn í það. Á sýningunni í Nútímalistasafni
Parísar síðastliðið vor, notaði Ólafur til að mynda spegla og linsu til að
varpa Eiffelturninum úr nánasta nágrenni safnsins, á hvítan flöt í myrkra-
verkinu Camera obscura (2000).
Síðasti salurinn á einkasýningu Ólafs í Nútímalistasafninu í París vor-
ið 2002 var dæmi um það hvernig heil sýning er látin spegla sjálfa sig á
póstmódernískan hátt. Eftir að hafa þrætt sýninguna sal úr sal var komið
inn í nokkurs konar vinnustofu sem geymdi þrívíð líkön af öllum verk-
um sýningarinnar, þar var komin sýningin í smækkaðri mynd sinni.
Einnig voru þar líkön af rúmfræðilegum formum sem Ólafur hefur mik-
ið notað og sækir að nokkru leyti í byggingarlögmál og orkufræði nátt-
úrunnar, svo sem kúlan, kristalform, fimmföld samhverfa fjórflötunga,
skrúfan og kviksjáin. Þá gátu gestir sjálfir spreytt sig á því í módelsalnum
að setja saman eigin rúmfræðileg smáverk úr marglitum plaströrum.
Þverfagleg þekkingarsköpun og framfarir á sviði nútímatækni, vísinda
og fræða er sérlegt áhugasvið Ólafs Elíassonar. Sjálfur hefur hann m.a.
gert nýjustu framfarir á sviði líftækni og hugbúnaðar að efniviði verka
sinna. í verkum Ólafs skarast fjölmörg þekkingarsvið, hann deilir áhuga
arkitekta á nýjum rýmisskilgreiningum, en auk þeirra hefur hann í seinni
tíð unnið náið með verkfræðingum, heimspekingum, stærðfræðingum og
sérfræðingum í hugbúnaði við gerð stærri verka sinna. I verkinu Horfðu
í kassann (2002) vinnur Ólafur t.d. með gervigreindarsérfræðingum. Þar
er það augað sem líkt og oft áður er efniviðurinn ásamt spurningum um
það hvernig vit verður til og hvernig þekking byggist upp. Verkið bygg-
ist á greiningu á lithimnu auga áhorfanda, eitt af sérkennum einstaklings
sem engir tveir hafa eins, tölvuheili semur síðan dulmálslykil út frá lit-
himnu hvers og eins, en mynd af viðkomandi auga er varpað upp á vegg
hinum megin í salnum.9
Draumur manna um samruna lista og vísinda er ekki nýr af nálinni.
Ólafur Elíasson er endurreisnarmaður 21. aldarinnar í þeim skilningi að
hann dregur rannsóknir vísinda- og fræðimanna inn í listina. En þótt
9 I kvikmyndasölum höfuðborgarinnar gengur þessa haustdaga framtíðarkvik-
myndin Minority Report, þar sem svipað viðfangsefni er uppi á teningnum, þ.e.
lithimna einstaklinga er „skönnuð“ til að greina þá úr fjöldanum.