Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 12

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 12
12 Bókasafnið Þú minnist á eiginútgáfu á bókum en það er líka í tónlistinni. Er þetta ekki eitthvað sem þarf stöð- ugt að eltast við að reyna að finna og reyna að ná utan um? Starfsfólk safnsins vinnur eftir lögum um skylduskil og á að þaulsafna öllu því efni sem tilgreint er í þeim. Síðan er efni sem er á gráu svæði, bæði í prenti og tónlist, sem er ekki skylduskilaefni. Það er kannski meira í ætt við handritaefni svo sem efni af netinu, viðtöl, upptökur frá sérstökum við- burðum eða flutningi, en er ekki beinlínis útgáfa og ekki selt á markaði. Þannig að starfsfólkið þarf stöðugt að meta hvað á að taka. Þarna kemur þjóðmenningarhlutverkið sterkt inn. Til dæmis efni af YouTube? Já, við höfum verið að taka efni þaðan. Safnið varð ekki skylduskilasafn fyrir tónlist fyrr en 1974 og sú starfsemi fór hægt af stað. Gamla Landsbókasafnið var mjög bóka- og prentbundið, en smám saman hefur tónlistin fengið auk- ið vægi. Ég hef lagt áherslu á að efla þennan þátt. Það er enginn annar að safna tónlistar- og hljóðefni og halda utan um það á sama hátt og við, þó að mikið efni sé til í RÚV. Reynt er að safna skipulega út frá lögum um skylduskil, skrá og flokka efnið og veita aðgang að því. Það skiptir mjög miklu máli, því það er ekki nóg að safna í hillur og geymsl- ur, ef enginn veit hvað er til eða hvernig á að komast í það. Í safninu höfum við áratuga reynslu af þannig vinnu. Eftir að áherslan á tónlistina jókst kemur í ljós mun blóm- legri nótnaútgáfa en talið var og þá sérstaklega á fyrri hluta 20. aldar. Í Tónlistarsafninu var til talsvert af prentaðri tónlist eða nótum sem ekki var til skráð í Lbs-Hbs. Þetta efni hafði ekki sama vægi í safninu á árum áður og áherslan var á öðrum sviðum. Eins er með myndefni, dægurprentið og annað sérefni, að það fær nú meira vægi sem heimildir í nýrri rannsóknum. Uppspretturnar eru orðnar miklu fjöl- breyttari en áður var. Þannig að fólk er að enduruppgötva efnið sem er hér inni, að skoða hlutina út frá sjónarhorni sem legið hefur falið og þannig er hægt að finna nýjar upplýsingar? Já, til dæmis í hönnun og prenthönnun, útliti á bókum, bókbandinu, bókakápum, myndefni og svo framvegis. Í skráningunni er aldrei tekið fram hver hannaði bókakápu eða hver hannaði bókina, en áhuginn fyrir þessu er að vakna. Sem dæmi má taka Hafstein Guðmundsson bóka- gerðamann, hann var prentari og hönnuður og bjó til marga fallega prentgripi. Listaháskólinn, Hönnunarsafnið og fleiri hafa talsverðan áhuga á rannsóknum á þessu sviði. Þá er allskonar efni sem býður upp á nýja möguleika að koma inn. Hér áður beindist athyglin mjög að sagnfræði, hug- og félagsvísindum, norrænum fræðum og svo raunvísindaefni. Nú er fólk meira að skoða listir, myndræna framsetningu og tónlistartengt efni og efni til hlustunar. Fólk horfir með miklu víðara sjónarhorni á safnefnið en áður og sér ný tæki- færi. Þetta eru nýir hópar sem gera tilkall til og eru að skoða þetta efni, sem hafa ekki fundist þeir eiga neitt í þessu safni, og sjá allt í einu eitthvað nýtt og að það er hægt að nota efnið? Já, það má segja það og vonandi er það þannig. Fólk á hverjum tíma uppgötvar eitthvað nýtt og skoðar hlutina frá öðru sjónarhorni og sér nýja samstarfsfleti. Ég get tekið sem dæmi sýninguna með efni frá útgáfufyrirtækinu Smekk- leysu sem stendur nú uppi. Allt í einu er þetta pönkfyrirtæki komið á safn. Þeim sem standa að Smekkleysu fannst þetta nokkuð fyndið, en mér finnst þetta skipta máli. Kannski eru pönkarar fyrri tíma í Handritasafninu? Þeir liggja þar vegna þess að einhver hafði rænu á að hirða dótið þeirra, geyma það og koma því á safn. Þannig að ég er mjög opin fyrir að víkka aðfangastefnuna. En síðan merkjum við líka breytingar á þjónustu bókasafna í landinu. Sem dæmi má nefna að sum öflugu rannsóknar- og sérfræðibókasöfnin eru að breytast og jafnvel gefa eftir. Mikið af því efni sem þau þurfa á að halda er orðið rafrænt, svo stofnanirnar þurfa ekki að reka stór áþreifanleg bóka- söfn. Það er nóg að þar sé upplýsingafræðingur og áskriftir fyrir rafrænt efni. Svo er hringt í Landsbókasafn og spurt hvort áhugi sé fyrir að taka við bókunum og pappírstímarit- unum. Það hafa komið hátt í tíu slíkar beiðnir síðastliðin tvö ár. Eruð þið þá að koma bókakostinum hingað í Landsbókasafn? Nei, við veljum úr og síðan er restinni komið annað eða fargað, enda ber okkur ekki skylda til að varðveita það. Mik- ið af efninu er komið á netið eða fólk kemst í það gegnum Landsaðganginn eða eigin áskriftir. Fólk vill ekki eyða dýr- mætum fermetrum í að geyma íslenska efnið, ef hægt er að komast í það hér, á netinu eða í gegnum millisafnalán. Takið þið við miklu af því? Í hverri einustu heimsókn innheimtist íslenskt efni sem vantar í safnið. Það eru aðallega skýrslur, innanhússútgáfur og ýmis konar grátt efni, þannig að það er tekið vel í, þegar hringt er. Við höfum verið að móta vinnureglur, því það dugir ekki að flytja safnefnið til okkar og skella svo í lás. Viðkomandi safn þarf að afskrá efnið í Gegni og annað í þeim dúr og það er talsverð vinna. Kröfur um skjalastjórn í stofnunum hafa aukist, og upplýsingafræðingar færast yfir í þau verkefni og þá er bókasafni stofnunarinnar jafnvel ekki sinnt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.