Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 14

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 14
14 Bókasafnið miður horfið. Eina heildstæða tölfræðin sem er til, er dregin úr Gegni. Það má því segja að almenningsbókasöfnum og skólasöfnum hafi verið úthýst úr ráðuneytinu. Samkvæmt bókasafnalögum á að starfa Bókasafnaráð. Það var skipað til fjögurra ára 2013, en starfaði ekki nema fyrsta árið og svo gerðist ekki neitt. Það var aftur skipað nýtt Bókasafnaráð haustið 2017 en það hefur ekki hist. Ráðið hefur ákveðin verkefni, en það á að vinna að stefnumörkun um starfsemi bókasafna í samvinnu við Lbs-Hbs, að setja reglur um söfnun og úrvinnslu tölfræðilegra upplýsinga, að setja Bókasafnasjóði úthlutunarreglur, að veita umsögn um styrkumsóknir úr Bókasafnasjóði og að sinna öðrum verkefnum á sviði málefna bókasafna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Með Bókasafnasjóði er möguleiki á að styrkja rannsóknir í faginu. Það hefur því miður aldrei kom- ið króna í þennan sjóð, sem er sorglegt þar sem bókasöfnin hafa ekki marga aðra möguleika á að sækja í sjóði. Gerð var tillaga um 5 milljónir króna í sjóðinn í fjárlagavinnunni fyrir 2018, en ég veit ekki enn hvernig það endaði. Fyrsta verkefni Bókasafnaráðs ætti að vera gerð úthlutunarreglna fyrir sjóðinn. Landsbókavörður og forstöðumaður Hljóð- bókasafnsins eiga sæti í Bókasafnaráði, en þau bókasöfn eru sérstaklega nefnd í bókasafnalögunum. Það hefur enn ekki verið haldinn fundur í nýja ráðinu. Þetta er ekki nógu góð stjórnsýsla og þyrfti að breyta. Þetta er nú ekki há upphæð? Nei, en vonandi er þetta bara byrjunin. Ef það fást árlega fjámunir í sjóðinn væri hægt að úthluta þeim í rannsóknir á sviði bókasafnamála eða þróun nýrra þjónustuþátta. Þarna hefur okkur farið aftur, en sjóðurinn gæti orðið mikil lyfti- stöng ef hann fengi að eflast. Hlutverk almenningsbókasafnanna hefur einnig breyst. Áður fyrr safnaði fólk öllu, því úrvalið og framboðið var miklu minna, en umhverfið er gjörbreytt. Almennings- bókasöfnin hafa víða þróast út í að vera alhliða menningar- miðstöðvar í sínu sveitarfélagi. Mér finnst það góð þróun og mjög margt skemmtilegt er að gerast hjá þeim. En ég heyri á sumum, að þeim finnst full mikið af viðburðastandi, þannig að fólk þarf að finna þarna jafnvægi. Söfnin þurfa einnig að vera opin fyrir nýjum eða breyttum verkefnum sem gagnast samfélaginu sem verið er að þjóna, svo sem vinna með öðrum söfnum eða menningarstarfsemi, eða vera ferðamanna- og upplýsingamiðstöðvar. Sveitarfélögin eiga að reka bókasöfn samkvæmt lögum en ef þau þróast yfir í lokaðar einingar sem taka ekki mið af nærumhverfinu, þá fer fólk að hugsa: ,,Hvað er að gerast á bókasafninu, sem fær svo mikið úr sameiginlegum sjóðum, en vill ekki taka þátt í neinu? Lokum því bara!“ Í bókasafninu á að reka þá þjón- ustu sem sveitafélagið fer fram á, svo fremi að hún rími við lögin og faglegar forsendur. Þú ert að segja að upplýsingafræðingar verði að vera opin fyrir að bókasöfnin séu með alls konar þjónustu? Já, ég lít á bókasöfn sem þjónustu og aflvaka í hverju sam- félagi og þau þurfa að vera sveigjanleg. Það getur verið afar misjafnt hvað hentar á hverjum stað. Víða erlendis hafa bæði almenningsbókasöfn og háskólabókasöfn komið á fót smiðjum, hljóðverum eða tilraunaverkstæðum og Borgar- bókasafn er að gera tilraunir með þetta. Tilgangurinn er að kenna fólki að nýta tæknina og einnig að vinna með efnvið safnanna svo sem gagnasöfn, textasöfn og fleiri. Lbs-Hbs hefur ekki farið út á þessar brautir, en það væri til dæmis gaman að taka þátt í hakkaþoni. Þegar tölvunarfræðingar og bókasafnsfræðingar eru saman í hóp, þá er stundum hægt að flytja fjöll. Hver er framtíðarsýn Landsbókasafnsins? Á afmælisárinu 2018 hafa verið valin rúmlega 20 verkefni sem ráðist verður í til að halda upp á 200 ára afmæli safns- ins. Þar má meðal annars nefna fyrirlestraröð, sýningu um sögu safnsins og aðra um bókverk, auk smærri sýninga, útgáfu bókar þar sem starfsfólk fjallar um ýmislegt sem það er að fást við eða er varðveitt í safninu, það verða ráðstefnur og málþing. Allt útlit eins og vefumhverfi, prentefni, bæk- lingar og fleira verður endurhannað og nýtt merki hefur verið kynnt. Einnig verður reynt að gera safnið og verkefni þess sýnilegra í fjölmiðlum á árinu. Þá erum við að færa okkur meira á samfélagsmiðla og viðburðir í safninu á af- mælisári eru birtir á YouTube rás safnsins. Starfsfólkið fer i skemmti- og fræðsluferð, haldin verður stórafmælisveisla og svo framvegis. Stefnan okkar til fimm ára Þekkingarveita í allra þágu er að renna út og síðari hluta ársins hefst undirbúningur fyrir nýja fimm ára stefnu. Þjónusta við notendur á að vera í fyrirrúmi, bæði í safninu og í netheimum. Hún á að vera í sífelldri endurskoðun og þar er markmiðið að auka sjálfs- afgreiðslu, að fólk finni það sem leitað er að og geti rekið sín erindi í gegnum vefi safnsins, svo sem að lesa greinar, hlusta, panta aðstöðu eða hópvinnuherbergi, taka frá bækur, kaupa myndir, panta millisafnalán og svo framvegis. Í nýja bókasafnskerfinu verður lögð mikil áhersla á að fólk geti afgreitt sig miklu meira á netinu en nú er hægt. Þá er verið að fara inn á nýjar brautir með lýsigögnin í kerfinu, opna þau og tengja við önnur gögn og búa til opin tengd gögn (Linked Open Data). Innleiðing RDA skráningarreglanna er hluti af þessari þróun og framundan eru fleiri skref. Safnkosturinn og starfsemin færist sífellt meira yfir á hið stafræna. Útgáfan er eiginlega tvöföld, á pappír og öðrum hefðbundnum miðlum en einnig stafræn, en stafræni hlut- inn fer vaxandi. Áskorunin felst annars vegar í stafrænni Úr viðgerðastofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.