Bókasafnið - 01.07.2018, Side 16
16 Bókasafnið
Þann 24. nóvember á síðasta ári stóð Upplýsing fyrir málþinginu Samstarf og samstaða. Tilgangur mál-þingsins var að vekja athygli á þörf og mikilvægi þess
að bókasöfnin í landinu og starfsfólk þeirra starfi og standi
saman. Við vildum skoða hvað félagið, söfnin og við sem
einstaklingar starfandi eða tengdir okkar fagi, gætum gert
betur og hvaða væntingar við hefðum til frekara og öfl ugra
samstarfs bæði innan og þvert á safnategundir. Við lögðum
áherslu á að heyra frá sem fl estum sem tengjast faginu, inn-
lendum og erlendum.
Okkur fannst tilvalið að heyra frá erlendum aðila sem
hefði reynslu af að starfa fyrir félag eins og Upplýsing er
og gæti gefi ð okkur innsýn inn í sitt félag sem sinnir því að
efl a samstarf og samstöðu innan síns fags. Við fengum því
Mariann Schjeide, formann norska bókavarðafélagsins, til
þess að koma og segja okkur frá sínu félagi og starfi sínu
innan þess og hvernig þau ná að halda tengsl við önnur fag-
félög og starfshópa innan fagsins í Noregi. Erindi Mariann
var skemmtilegt og fræðandi og gaf góða innsýn inn í störf
norska bókavarðafélagsins. Í ljós kom að starf þeirra og
vandamál eru öðruvísi en okkar en einnig var margt mjög
líkt.
Íslenskt samstarf var hinsvegar efst á baugi. Eftir smá rann-
sóknarvinnu komumst við í undirbúningshóp málþingsins
að þeirri niðurstöðu að tilvalið væri og í raun nauðsynlegt
að heyra frá fulltrúum fagfélaga og starfshópa mismunandi
safnategunda. Þessir hópar hafa starfað lengi innan fagsins
og endurnýjun í stéttinni er mikil og því þekkja ekki allir
sem í okkar fagi starfa í dag, sögu þessara hópa. Því var
tilvalið að fá erindi þar sem sagt var frá sögu og hlutverki
hvers hóps og/eða félags og þeirra væntingum til frekara
samstarfs.
Síðasta erindi málþingsins hélt Ingrid Kuhlman og nefndist
það „Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér“ þar sem
hún fræddi viðstadda um þær hindranir sem orðið geta í
samstarfi og hvernig við getum leyst úr þeim. Erindið þótti
lukkast vel.
Í lok málþingsins voru pallborðsumræður og þátttakendur
voru Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður,
Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, Kristjana Mjöll
Jónsdóttir Hjörvar formaður Upplýsingar, Rósa Björg Jóns-
dóttir fulltrúi Bókasafns Móðurmáls og Rósa Harðardóttir
grunnskólakennari á samsteypusafni Norðlingaskóla og
Borgarbókasafns. Margt kom fram í þeim umræðum en það
sem stóð uppúr var hve nauðsynlegt væri að efl a bókasöfn
grunnskólanna og spáð í hvað við gætum gert til að ná til
þeirra er ráða í efri lögum stjórnsýslunnar. Allir voru sam-
mála um mikilvægi þessara hópa og félaga sem við höfðum
heyrt frá á málþinginu og að enginn ætti að standa einn.
Mikilvægt væri að koma á meira samstarfi á milli þeirra og
að Upplýsing væri regnhlífi n sem skýli þeim öllum og vinni
að hagsmunum þeirra allra. Einnig kom það fram frá Krist-
jönu Mjöll, formanni Upplýsingar og frá öðrum núverandi
og fyrrum stjórnarmeðlimum sem sátu úti í sal að félagið
þyrfti vítamínsprautu í formi starfskrafta fólks í faginu. Í
gegnum árin hefðu framboð og tilnefningar í störf innan
félagsins minnkað svo verulega að í óefni stefnir. Stjórn
félagsins endurnýjast að mestu, ef ekki öllu leyti, vorið 2018
vegna óviðráðanlegra aðstæðna og væri því mikilvægt að við
Samstarf og samstaða, málþing
Upplýsingar í nóvember 2017
Kristjana Mjöll J. Hjörvar er bókasafns- og upplýsingafræðingur á Landsbókasafni
Íslands – Háskólabókasafni og fyrrum formaður Upplýsingar.
Formennirnir tveir, Mariann Schjeide og Kristjana Mjöll