Bókasafnið - 01.07.2018, Page 17
Bókasafnið 42. árg – 2018 17
Gestir málþings
tækjum okkur saman og byðum fram krafta okkar eða til-
nefndum aðra til starfa í félaginu. Það væri gott og gefandi
að starfa fyrir félagið, í reynslubankann kæmi reynsla sem
fæst jafnvel ekki annarsstaðar.
Málþingið þótti í heild sinni takast vel og var almenn
ánægja um það meðal viðstaddra. Eftir málþingið var svo
hin árlega jólagleði haldin í Bókasafni Seltjarnarness og
þökkum við Kristínu Arnþórsdóttur, forstöðumanni þess og
starfsfólki kærlega fyrir heimboðið.
Við viljum einnig þakka þeim fyrirlesurum sem héldu er-
indi á málþinginu og þá sérstaklega þeim sem héldu erindi
um sitt fagfélag eða starfshóp. Þær upplýsingar sem fram
komu voru ómetanlegar og var því ákveðið að óska eftir að
fulltrúarnir rituðu smá pistil í Bókasafnið um sitt félag til að
miðla upplýsingunum enn frekar áfram.
Einnig vil ég, fyrir hönd Upplýsingar, þakka þeim kærlega
fyrir sem sátu, ásamt mér sjálfri, í undirbúningshóp mál-
þingsins. Þær eru: Margrét Sigurgeirsdóttir forstöðumaður
Bókasafns Garðabæjar, Sigríður Júlía Sighvatsdóttir dag-
skrársafnstjóri 365 miðla og útibússtjóri Bókasafns Garða-
bæjar-Álftanessafns, Heiða Rúnarsdóttir formaður Félags
fagfólks á skólabókasöfnum og Ása Þorkelsdóttir safnstýra
Bókasafns Borgarholtsskóla.