Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 26

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 26
26 Bókasafnið Reports“, e.d.; „Financial Summary“, e.d.). Eftir sem áður þiggja höfundar og ritrýnar engar tekjur frá útgáfunni. Allur sá mögulegi gróði sem útgáfa fræðiefnis gæti haft í för með sér fer til útgefandans sjálfs og hluthafa hans. Aðferðir háskólasamfélagsins bæði hérlendis og erlendis til að meta vinnuframlag fræðimanna til stiga hefur skapað ákveðinn vanda. Fræðimenn fá mismörg stig sem metin eru til launa hjá háskólum byggt á útgáfu fræðiefnis hjá virt- um útgefendum og í viðurkenndum ritrýndum tímaritum. Hvatinn til að gefa út greinar er mikill en ekki tekst öllum að finna góðan útgefanda eða tímarit fyrir skrif sín. Í grein sinni „Ritrýni og gildi hennar“ sem birtist í Bókasafninu fer Anna María Sverrisdóttir (2013) meðal annars yfir hvaða skilyrði tímarit þarf að uppfylla til að geta raðast í stigakerfi háskólanna. Meðal þess er að ákveðinni fastri prósentu, að minsta kosti 15% innsendra greina sé hafnað. Fleiri atriði sem litið er til er hvort tímarit hafi skýrar reglur um ritrýni, hvort grein er tekin til forskoðunar hjá ritstjóra eða fræðilegri ritstjórn, hvort heiti tímaritsins sé lýsandi, tímarit sé skráð í alþjóðlega gagnagrunna, hvort það birti áður óbirtar niðurstöður og þar fram eftir götunum. Þessar og sambærilegar upplýsingar má einnig finna á heimasíðum háskólanna. Sem hluti af mælanlegum viðmiðum fyrir tímarit er hér kominn upp vandi. Hvernig geta eftirlitsaðilar tryggt það að útgefandi tímaritsins hafni virkilega jafn mörgum greinum og hann kveðst gera? Þetta eru ekki upplýsingar sem liggja á reiðum höndum. Ég raunar spyr mig að því hversu mikið eftirlit er í gangi með þessi viðmið, eru gerðar stikkprufur hjá útgefendum varðandi höfnunarhlutfall og ritrýniferli, eða eru fullyrðingar útgefenda teknar gildar í þessum efn- um? Einnig ef útgefandi þarf að hafna ákveðnu hlutfalli af innsendum greinum, óháð gæðum greinanna til að fá hærri einkunn í matskerfunum þá er kominn fram hópur höfunda sem fær höfnun á birtingu greinar sem var hugsanlega engin ástæða að hafna önnur en sú að verið var að fylla upp í kvót- ann. Þetta tryggir varla gæði tímaritsins, en býr hinsvegar til hóp vansælla fræðimanna sem gætu mögulega kosið að stytta sér leið og eru sjálfsagt allir vissir um að greinarnar þeirra séu fyllilega samboðnar þeim sem birtust í tímaritun- um. Þetta er í hnotskurn sambærilegur hópur þeim sem Flumiani notfærði sér á fyrri hluta tuttugustu aldar. Séu heimasíður „fræðitímarita“ sem rányrkjuútgefendur halda úti skoðaðar er engu minni áhersla í lýsingum þeirra á vinnuaðferðunum á 15% höfnunarhlutfall, tvíblinda ritrýni eða skráningu í alþjóðlega gagnagrunna. Þau flagga þessum hlutum jafnvel meira heldur en önnur tímarit. Munurinn er bara sá að útgefandinn fer ekkert endilega eftir þeim full- yrðingum sem hann setur fram. Það er auðvelt að segjast hafna 15% innsendra greina ef aldrei þarf að sýna fram á það. Það er líka auðvelt að segjast nýta tvíblinda ritrýni en spurning hvort það er yfirhöfuð gert, og ef svo er, hvort það er gert að einhverju gagni. Það er heldur ekkert mál að fá tímarit skráð í alþjóðlegan gagnagrunn, en spurningin er hinsvegar hvort sá gagnagrunnur er eitthvað annað en heimagerður listi eða eitthvað sem er öllum opið. Á vefsíð- unni Beall‘s list of Predatory Journals and Publishers má til dæmis finna lista yfir gagnagrunna sem gefa sig út fyrir að vera fræðilegir, en reynast eitthvað allt annað („Misleading Metrics“, e.d.). Útgefendurnir geta því sagst uppfylla öll þau skilyrði sem fræðimaðurinn leitar að þegar hann velur útgefanda fyrir greinarnar sínar. Að auki lofa flestir rán- yrkjuútgefandanna skjótum birtingartíma greinanna. Það er því ekki einungis að fræðimenn eigi á hættu að ruglast á virtum útgefanda og rányrkjuútgefanda, heldur er einnig hætt við að siðferðislega kærulausir fræðimenn geti tekið upp á að birta greinar sínar í svokölluðum „pay-to-publish“ útgáfum, sem er ein gerð rányrkjuútgáfa, í þeirri von að stofnanirnar sem þeir starfa hjá uppgötvi ekki svikin og meti greinina til stiga. Auðvitað kanna flestir fræðimenn vel þau tímarit sem þeir kjósa að birta í. Þeir skoða áhrifastuðulinn hjá tímaritinu, kanna útgáfusöguna og sannreyna með ýmsum einföldum aðferðum að um gott tímarit sé að ræða. Það eru þó ýmis ljón í veginum sem geta staðið í vegi fyrir að fræðimenn fái greinar sínar birtar, meðal annars þetta 15% höfnunarhlut- fall. Það er einnig þekkt að ungir fræðimenn sem ekki hafa náð að skapa sér nafn í fræðunum eiga erfiðara með að fá greinar birtar eftir sig í virtustu tímaritunum. Þeir eiga þá til að leita á önnur mið. Það sem stendur þá til boða getur til dæmis verið tímarit sem er svo nýtt að það er ekki komið með áhrifastuðul og þá er meiri vandi að meta gæði þess sem fræðirit. Annað þekkt dæmi er að rányrkjuútgefend- ur eiga það til að líkja eftir nöfnum og skammstöfunum þekktra tímarita þannig að sá sem hyggst fá útgefna grein hjá virtu tímariti getur einfaldlega villst inn til rányrkjunnar. Á vefsíðunni Beall’s List of Predatory Journals and Publ- ishers má einnig finna sérstakan lista yfir tímarit sem hafa verið tekin í gíslingu af rányrkjum („Hijacked Journals“, e.d.). Þar á meðal má finna tímaritið Jökul. Gervi-Jökull Til þess að átta sig á aðferðum rányrkjuútgefenda vil ég skoða nánar gervi-Jökul. Það er mjög algengt að rányrkjuút- gáfur líki eftir nöfnum þekktra tímarita. Oft eru ritin þekkt undir skammstöfun, og þá taka rányrkjurnar skammstöf- unina að láni. Einnig er dæmi um að rányrkjur hreinlega steli titlum tímarita (Hijacked journal). Eitt dæmi um það er Jökull, tímarit jarðfræðinga. Fyrir nokkrum árum urðu útgefendur tímaritsins fyrir því áfalli að einhverjir bíræfnir aðilar stálu nafni tímaritsins. Það gerðist á eftirfarandi hátt. Aðilarnir settu upp eigin vefsíðu, jokulljournal.com sem var mun betur hönnuð með tilliti til leitarvéla en heimasíða Jökuls, jokulljournal.is. Að því loknu var auglýst eftir grein- um á mun víðara sviði en jökla- og jarðvísindasviðunum sem Jökull hefur hingað til þjónað. ISSN númeri raunveru- lega blaðsins var hampað mikið á forsíðu tímaritsins auk áhrifastuðuls blaðsins, sem er mun sýnilegri á vefsíðu gervi- blaðsins heldur en á heimasíðu Jökuls. Ef heimasíða rányrkjublaðsins er skoðuð eru í raun ekki margar vísbendingar sem leiða í ljós að um vafasama starf- semi sé að ræða. Uppgefið símanúmer blaðsins er til dæmis hjá Háskóla Íslands. Þó eru nokkur hættumerki sem fræði- menn ættu að hafa í huga og gætu hjálpað þeim við að bera kennsl á vafasöm tímarit. Á heimasíðu tímaritsins er því lýst yfir að áður hafi tíma-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.