Bókasafnið - 01.07.2018, Side 27
Bókasafnið 42. árg – 2018 27
ritið einbeitt sér að jarðvísindum og tengdum greinum, en
nú hafi verið tekin upp sú ritstjórnarstefna að birta greinar
í öllum lífvísindunum, sem og annað efni sem ritstjórnin
hefur áhuga á.
Formerly focused on glaciology, glacial geology, physical
geography, […], the journal now expands the coverage
area to all aspects of the life sciences including human
sciences and technologies. Jökull also publishes research
notes and reports from expeditions, book reviews, and
other materials of interest to the members of the editor-
ial board. („Jokull Journal::Home“, e.d.)
Blekkingin nær því það langt að gert er ráð fyrir að þeir sem
hafa hugsað sér að skrifa fyrir tímaritið þekki til verka þess
fyrir fram eða spyrjist fyrir um ritið. Þess ber þó að geta að
rányrkjuútgefendur leitast almennt við að gefa út tímarit
sem taka við efni á breiðari grunni en góðu hófi gegnir.
Þannig er aukinn möguleiki á að ná til fleiri aðila sem gætu
látið blekkjast.
Útgefandi gervi-Jökuls auglýsir reglulega eftir greinum í
tímaritið með því að senda dreifipóst á starfsfólk háskóla,
þar á meðal Háskóla Íslands. Auglýsingapósturinn ræður
sem betur fer ekki við íslenska stafinn Ö þannig að auglýs-
ingin er ekki trúverðug. Tímarit sem vönd eru að virðingu
sinni senda ekki dreifipóst að óska eftir greinum.
Þegar ritnefnd blaðsins er skoðuð koma fram þrír aðilar sem
eru tengdir við landið Ísland. Hvergi er minnst á háskóla,
stöður eða tölvupóstföng þessara aðila. Yfirritstjóri er titluð
J. Brandsdóttir. Ef Brandsdóttir er slegið inn í Leitir kemur
í ljós að þetta á sjálfsagt að vera Bryndís Brandsdóttir jarð-
fræðingur, en gervi-Jökull gefur henni gervifornafn. Annar
ritstjóri staðsettur á Íslandi er F. Natesapillai. Sé honum
slegið upp í Google leit berst slóðin til annarra tímarita, svo
sem HFSP journal, þar sem Natesapillai er gefið franskt
þjóðerni. Örlítil skoðun leiðir í ljós að þetta er einnig stolið
tímarit.
Það er því mikilvægt að skoða ritstjórn og ritstjórnarstefnu
blaðanna til að sjá hvort einhverjir virtir fræðimenn sitja
virkilega í ritnefndunum. Einnig er það skýrt merki þess
að eitthvað er ekki eins og vera ber þegar ritstjórar eru ekki
tengdir neinum háskólum eða fræðastofnunum og upp-
lýsingarnar um þá eru af mjög skornum skammti. Einu
upplýsingarnar um ritstjóra gervi-Jökuls er þjóðernið, ekki
stöður ritstjórnarinnar.
Annað atriði sem vekur athygli mína er útgáfutíðni tíma-
ritsins. Hinn upprunarlegi Jökull er ársrit, kemur út einu
sinni á ári. Árið 2016 innihélt Jökull samtals 12 greinar.
Gervi-Jökull kemur út mánaðarlega og í hvert skiptið eru
á bilinu 10 til 12 greinar gefnar út. Það merkir hátt í 140
greinar á ári og sjálfsagt líka að það eru að minnsta kosti
140 höfundar innan akademíu sem láta blekkjast af gervi-
Jökli. Það ætti því að hringja viðvörunarbjöllum ef virt
tímarit breytir skyndilega stefnu sinni í útgáfumálum.
Fyrir utan það að starfsaðferðir gervitímaritsins eru byggðar
á blekkingum, eru lýsingarnar á vinnuaðferðunum samb-
ærilegar við það sem kemur fram hjá virðulegri tímaritum.
Tímaritið gefur sig út fyrir að birta ritrýndar greinar og
lýsir ritrýniferlinu á svipaðan hátt og önnur tímarit, mörgu
er sagt hafnað og að tveir ritrýnar lesa handritið yfir. Hér
er þó eitt atriði sem stingur svolítið í augu, ritrýniferlið er
sagt taka um tvær vikur. 14 dagar frá því að handrit er fyrst
sent til útgefanda og þar til greinin er tilbúin til útgáfu eftir
að tveir óháðir ritrýnar á fræðasviðinu hafa lesið grein yfir
þykir mér grunsamlega skammur tími. Ég veit reyndar ekki
hver meðaltími ritrýni er hjá virtum útgefendum en efast
um að hann sé innan við mánuður. Hér er verið að höfða til
höfunda sem vilja ólmir koma greinum sínum út hið fyrsta,
mögulega til að fá hraðari framgang í akademíunni.
Þegar kemur að tekjulind útgefandans, höfundinum, er
gervi-Jökull með furðulega stefnu til að rukka höfunda fyrir
birtingu á greinum þeirra. Þar segir:
Papers Submitted in the field of glaciology and related
earth sciences
There are no page charges for publication in Jökull for
these papers, except for colour illustrations, and aut-
hors receive a minimum of 10 reprints free of charge.
Additional reprints may be ordered when galley proofs
are returned to the editor. Iceland Glaciological Society
covers the publication charges of these papers.
Papers Submitted in other fields of the life sciences
The authors of the rest of papers are charged in case of
acceptance based upon the paper length, pictures, tables
and etc.(„Jokull Journal::Home“, e.d.)
Höfundar fræðigreina innan jarðvísinda eru ekki rukkaðir
um neitt nema litmyndir en þegar kemur að öðrum fræði-
greinum, sem ættu í raun aldrei að eiga neitt erindi í Jökul,
þá er krafist einhverrar borgunar sem ekki er tiltekin ná-
kvæmlega.
Gervi-Jökull er ekki dæmi um tímarit í opnum aðgangi.
Fyrir aðgang að hverri grein þarf að borga 40$ en 600$ fyrir
aðgang að ritinu í heild. Útgefandinn fær því greiðslur bæði
frá þeim sem heillast af áhrifastuðli tímaritsins og vilja birta
greinar sínar þar, en einnig frá þeim sem vilja lesa greinarn-
ar auk háskólabókasafna sem halda utan um útgefið efni
fræðimanna sinna og kaupa áskriftir að tímaritunum.
Gullinn opinn aðgangur
Jeffrey Beall bókasafnsfræðingur hélt úti vefsíðunni Schol-
arly Open Access, www.scholarlyoa.com, þar sem hann
listaði upp nöfn tímarita og útgefenda sem hann taldi falla
undir þann hatt að vera rányrkja innan opins aðgangs á lista
sem bar heitið Beall‘s list: Potential, possible, or probable
predatory scholarly open-access publishers. Nú hefur ann-
ar ónafngreindur aðili tekið við vefsíðunni, eftir að Beall
hætti að hans eigin sögn vegna hótana, ógnana og ofsókna
útgefenda sem lentu á listanum; fræðimanna sem höfðu
birt greinar hjá útgefendunum og voru ekki sáttir við að