Bókasafnið - 01.07.2018, Side 40
40 Bókasafnið
Dómsdagsspámenn hafa óttast dauða bókarinnar nokkurn veginn allt frá því að hún varð til. Og þeir sem ekki hafa spáð henni ótímabærum dauða, hafa
óttast bókina sjálfa, og þá sérstaklega áhrifamátt hennar
til valdefl ingar – eða bara afþreyingar. Rétt fyrir aldamótin
1800 skrifaði Jane Austen skáldsöguna Northanger Abbey,
en þar gerir hún grín að áhyggjum karlmanna af bóklestri
kvenna – að ekki sé talað um þau ósköp að konur færu sjálf-
ar að skrifa bækur. Dystópíur frá fyrri hluta tuttugustu aldar
gerðu ráð fyrir að bókin yrði eitt fyrsta fórnarlambið í ‚hinni
nýju og góðu veröld‘. Fahrenheit 451 (1953, ísl. þýð. 1968)
eftir Ray Bradbury fj allar um hvarf bókarinnar, titillinn
vísar í það hitastig sem þarf til að brenna bækur. Þegar líður
á öldina eykst bjartsýni rithöfunda lítið, í sæberpönk þríleik
William Gibsons (1984-1988) er ekki aðeins bókin horfi n,
heldur skáldlegt mál einnig – unglingspiltur hefur aldrei
heyrt orðið „myndhverfi ng“.
Utan skáldskaparins hafa dauðadómarnir dunið yfi r einn
af öðrum í hvert sinn sem ný tækni kemur til sögunnar;
kvikmyndin, útvarpið, sjónvarpið, myndbandið og nú
síðast stafræna tæknin og tölvan. Rétt fyrir síðustu aldamót
byrjuðu tilraunir með rafbækur sem umsvifalaust ollu því
að bókafólk varð bæði hrist og hrært – og enn í dag virðist
rafbókin ná að læsa klóm óttans í hjörtu bókaútgefenda og
höfunda.
En boðskapur dagsins er eftirfarandi: óttist eigi, því bókin
er ekkert á förum. Eða réttara sagt, bókin er vissulega á
stöðugri ferð og fl ugi, og nú sem aldrei fyrr, því nú er hún
alltaf til reiðu, allsstaðar: á Rafbókasafninu: http://raf-
bokasafnid.is.
Rafbókasafnið var opnað 30. janúar 2017. Til að byrja með
gátu einungis lánþegar Borgarbókasafnsins nýtt sér efni á
þessu nýja bókasafni. 1. júní bættust þrettán ný almennings-
söfn í samlagið og í árslok 2017 hafa öll almenningssöfn
sem eru í Gegni aðgang að Rafbókasafninu. Notendur þurfa
að eiga gild skírteini í einhverju þessara safna og með því að
slá inn skírteinisnúmer og leyninúmer opnast aðgangur að
útlánum á síðunni rafbokasafnid.is.
Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfi s bókasafna
og Borgarbókasafns. Landskerfi sér um kerfi slega hlutann,
skráningu, umsjón með þýðingum og fl eira en Borgar-
bókasafnið hefur yfi rumsjón með þeirri hlið sem snýr að
bókunum sjálfum, innkaupum og útstillingum á forsíðu
safnsins. Þriðja höfuðið þursins er svo bandaríska rafbóka-
veitan Rakuten Overdrive, en
hún þjónar fj ölda bókasafna
um allan heim. Rafbókasafnið
er með samning við þessa veitu, kerfi ð kemur frá þeim og
langmest af efninu er keypt þaðan.
Rafbókasafnið er nú að verða árs gamalt og hefur dafnað vel
og vandlega. Útlán aukast stöðugt, innkaupatillögum rignir
inn og það er ljóst að lánþegar og lesendur taka þessum
nýja valkosti fagnandi. Í júní 2018 er staðan sú að útlán eru
17.381, lánþegar eru 1.964, fj öldi titla er yfi r 6.000. 585
titlar hafa farið 10 sinnum og oftar í útlán. Á hverjum sólar-
hring fara um 50 bækur í útlán.
Meiri hluti bókanna er fyrir fullorðna, en einnig eru bækur
fyrir börn, unglinga og ungmenni (YA), en þær síðast-
nefndu njóta vaxandi vinsælda.
Rafbókasafnið er langþráð viðbót í bókasafnafl óruna, en
lesendur hafa beðið óþreyjufullir eftir því að bókasöfn hæfu
útlán á rafbókum. Líkt og á öðrum bókasöfnum er safn-
kosturinn fj ölbreyttur, en þar má fi nna skáldverk, fræðirit og
rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klassík. Lesendur geta
átt von á því að hitta bæði Jane Austen og Ray Bradbury á
göngum safnsins, og lesa fyrrnefndar bækur þeirra, heim-
sækja fj arlægar slóðir í ferðabókum, smakka framandi rétti
úr matreiðslubókum og njóta málverka í myndlistabókum.
Meginhluti efnisins er á ensku og í formi „les”bóka, en
hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra
vinsælda. Því miður hefur gengið erfi ðlega að fá íslenskar
bækur inn, en eins og áður segir virðist rafbókin vekja ótta
og skelfi ngu meðal margra íslenskra útgefenda og höfunda.
Kemur þar til tvennt: bókamarkaðurinn er lítill og menn
hafa áhyggjur af því að rafbókin muni skerða hann og svo
hefur útbreiðsla svokallaðra „sjóræningja” afrita verið til
vandræða á sviði tónlistar og kvikmynda/sjónvarpsefnis.
Menn óttast því að það sama gerist með rafbókina, að hún
verði afrituð og komist þannig í endalausa dreifi ngu (af ein-
Rafbókasafnið
– bækur hér, bækur þar, bækur allsstaðar
Úlfhildur Dagsdóttir er bókmenntafræðingur og verkefnastýra hjá Borgarbókasafninu.
Hún er einnig sjálfstætt starfandi fræðikona og gagnrýnandi.