Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 44
44 Bókasafnið
hefur samið við Skólavefinn um að allar rafbækurnar af
vefnum Lestu.is7 renni inn í Rafbókasafnið. Þetta eru allt
bækur sem komnar eru úr höfundarétti og eru bæði eftir
íslenska og erlenda höfunda. Þarna er líka að finna margar
helstu Íslendingasögurnar og önnur fornrit svo sem Háva-
mál og Heimskringlu Snorra Sturlusonar.
Stærsti útgefandi landsins undirritaði samning við
OverDrive snemma árs 2017. Þegar þessi grein er skrifuð
eru einungis fimm bókatitlar útgefandans komnir inn í Raf-
bókasafnið. Ekki er vitað hvað veldur þessum töfum en eftir
því er beðið að unnt sé að bjóða lánþegum Rafbókasafnsins
upp á nýjar og nýlegar bækur á íslensku.
Nokkur minni bókaforlög eiga í samningaviðræðum við
OverDrive og eru viðræður mislangt á veg komnar. Sum
þeirra eru sterk á sviði útgáfu barna- og ungmennabóka, en
það eru aldurshópar sem Rafbókasafnið vill leggja rækt við.
Rafbókaveitan Emma.is8 og OverDrive hófu samningsvið-
ræður í nóvember 2017. Nú er samningur í höfn og við meg-
um vænta þess að fá bækur Braga Þórðarsonar um borgfirsk
fræði inn í Rafbókasafnið, en Bragi stýrði Hörpuútgáfunni
á Akranesi um árabil. Í framtíðinni getur Emma.is einnig
verið vettvangur fyrir litla rafbókaútgefendur og rithöfunda
sem sjálfir gefa út bækur sínar til þess að koma þeim inn í
Rafbókasafnið.
Framtíðin
Lengi hafa lestrarhestar landsins beðið þess að geta lesið
eða hlustað á rafbækur hvar sem er og geta „farið í bóka-
safnið“ hvenær sem er til þess að sækja sér lesningu. Sá
draumur hefur nú ræst. En þá lætur fólk sig dreyma áfram,
það þyrstir í íslenskar bækur og mikið er spurt hvenær
þeirra er að vænta inn í Rafbókasafnið. Þá koma mér í hug
orð viturs manns – eða kannski hefur það verið vitur kona
sem sagði „Það er erfitt að spá – einkum um framtíðina“.
Heimildir
Sveinbjörg Sveinsdóttir. (2017). Rafbókasafnið hefur verið opnað.
Bókasafnið, 41, 21–22.
Úlfhildur Dagsdóttir. (2018). Rafbókasafnið – bækur hér, bækur þar,
bækur allsstaðar. Bókasafnið, 42, 40–41.
Þekkingarveita í allra þágu
• Hvar.is
• Rafhlaðan, Skemman og Opin vísindi
• Ritstjórn bókfræðigrunns Gegnis
• Handbók skrásetjara Gegnis
• Lykilskrá – íslensk efnisorð og mannanöfn
• Íslensk útgáfuskrá – þjóðbókaskrá
• Landsáskrift að Vef-Dewey
• Millisafnalán
• Ráðgjöf og samstarf
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
er forystusafn íslenskra bókasafna og skal stuðla að samstarfi,
samræmingu og þróun starfshátta þeirra og veita þeim faglega ráðgjöf.
7. http://lestu.is/
8. http://emma.is/