Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Page 46

Bókasafnið - 01.07.2018, Page 46
46 Bókasafnið Fyrsti alþjóðlegi staðallinn um skjalastjórn, ISO 15489, tók gildi 2001. Hann var þýddur og gefi nn út sem íslenskur staðall 2005. Ný og endurskoðuð útgáfa tók gildi 2016 og í ársbyrjun 2018 skilaði tækninefnd hjá Staðlaráði Íslands af sér íslenskri þýðingu. Hinn 15. maí 2018 var staðallinn gefi nn út sem fullgildur íslenskur staðall ( Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2018; Staðlaráð Íslands, 2018). Ástæður þess að talið var nauðsynlegt að endurskoða staðalinn eru meðal annars að skjalastjórn er nú mun sam- tvinnaðri og heildstæðari hluti af stjórnun skipulagsheilda en áður var um leið og magn skjala í rafrænu formi fer sífellt vaxandi ( Jeff rey-Cook, 2017). Í upphafi greinarinnar er fj allað um staðalinn í sögulegu samhengi og síðan gerð grein fyrir endurskoðaðri útgáfu og þýðingarvinnunni hér- lendis. Þá er stuttlega gerð grein fyrir tengslum ISO 15489 við ISO 30300 staðlaröðina og loks reifuð fáein atriði um breytingar og innihald endurskoðuðu útgáfunnar. Sögulegt samhengi og aðdragandinn hérlendis Staðallinn var kynntur til sögunnar á ársþingi ARMA International sem haldið var í Montreal í október 2001. Útgáfa hans markaði tímamót fyrir skjalastjórn og hefur notkun hans og innleiðing reynst skipulagsheildum vel hvað varðar skilvirkt og áreiðanlegt skjalahald og stöðluð og vönduð vinnubrögð. Hugmyndina að útgáfu staðalsins má rekja til ársins 1996 þegar Ástralir gáfu út fyrsta staðalinn um skjalastjórn; AS 4390.1 til AS 4390.6 (Standards Associ- ation of Australia, 1996; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 1997). Ástralski staðallinn er landsstaðall en hann hlaut strax alþjóðlega athygli. Í upphafi kom til athugunar að gera ástralska staðalinn að alþjóðlegum staðli og vorið 1997 bar tækninefnd 46, sú nefnd innan ISO (International Org- anization for Standardization – Alþjóðastaðlaráðið) sem vinnur að þessum málum, undir atkvæði aðildarþjóða hvort taka ætti ástralska staðalinn upp óbreyttan. Sú varð ekki niðurstaðan heldur var ákveðið að semja nýjan staðal sem ætti að grundvallast á þeim ástralska ( Jóhanna Gunnlaugs- dóttir, 2002b). Í vinnu tækninefndarinnar kom fl jótlega í ljós að gerð staðals um grundvallaratriði og -markmið skjalastjórnar með leiðbeiningum um hvernig þeim markmiðum mætti ná var fl ókið verk sem ekki allir voru sammála um hvað skyldi innihalda. Því var, á fundi tækninefndarinnar í maí 1999, ákveðið að skipta vinnunni í tvo þætti, annars vegar gerð grundvallarstaðals og hins vegar leiðbeininga. Eftir mikla vinnu og yfi rferð kom staðallinn út og bar hann heitið ISO 15489:2001: Information and documentation – records management. Part 1 General og Part 2 Guidelines (ISO, 2001a; ISO 2001b; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2002a). Hér á landi komu menn fl jótlega auga á mikilvægi þessa staðals og snemma sýndu hagsmunaaðilar, félög, fyrirtæki og stofnanir – og þá einkum Félag um skjalastjórn, áhuga á því að staðallinn yrði þýddur á íslensku. Tækninefnd um þýðingu og útgáfu ISO 15489 var þess vegna skipuð af stjórn Staðlaráðs Íslands í nóvember 2003, um tveimur árum eftir útgáfu staðalsins ( Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2003). Í henni sátu aðilar frá Félagi um skjalastjórn, Þjóð- skjalasafni Íslands, Háskóla Íslands og víðar að úr atvinnu- lífi nu. Það var svo á árinu 2004 að gefi nn var út íslenskur forstaðall af 15489, frÍST ISO 15489 í tveimur hlutum. Fullgildur íslenskur staðall, ÍST ISO 15489 var síðan staðfestur af Staðlaráði með gildistöku 1. maí 2005. Hann fékk íslenska heitið Upplýsingar og skjalfesting – skjalastjórn – 1. hluti: Almenn atriði og 2. hluti: Leiðbeiningar (Staðlaráð Íslands 2005a; Staðalaráð Íslands, 2005b). Endurútgáfa og íslenska þýðingarvinnan Á árinu 2011 náðist samkomulag hjá ISO um að þörf væri á að endurskoða staðalinn og 2012 var endurskoðunarhópur stofnaður ( Jeff rey-Cook, 2017). Önnur útgáfa ISO 15489 Information and documentation – records management – Part 1: Concepts and principls (ISO, 2016) tók gildi hjá ISO á fyrri hluta árs 2016 en önnur útgáfa síðari hluta staðalins ISO 15489 – Upplýsingar, skjalfesting og skjalastjórn – 2. útgáfa Ragna Kemp Haraldsdóttir hefur lokið Cand.IT (MS) prófi í upp- lýsingastjórnun. Hún vinnur að doktorsrannsókn um stjórnun þekk- ingar í skipulagsheildum og starfar sem aðjúnkt í upplýsingafræði við námsbraut í upplýsingafræði í Háskóla Íslands auk þess að sinna verkefnum á sviði mannauðsmála og upplýsingatækni. Jóhanna Gunnlaugsdóttir hefur lokið BA í upplýsingafræði og sagnfræði, MSc (Econ) í stjórnun og rekstri og PhD í rafrænum skjalastjórnarkerfum. Hún starfar sem prófessor við námsbraut í upplýsingafræði við Háskóla Íslands.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.