Bókasafnið - 01.07.2018, Side 55
Bókasafnið 42. árg – 2018 55
Undirbúningsvinnan leiddi til þess að skipulagður var þjón-
ustukjarni eða þekkingarmiðstöð, eftirsóttur íverustaður
sem einkennist af lifandi og síkviku umhverfi, styður við
fjölbreyttar námsaðferðir, rannsóknir og vinnulag, þar sem
matsalur og sjálfsalar eru jafn sjálfsagðir hlutir og hver
annar búnaður. Þekkingarmiðstöðin er nú í Espoo þar sem
áður var til húsa bókasafn Tækniháskólans. Að auki eru enn
starfræktir smærri þjónustukjarnar víðs vegar um Espoo og
Helsinki, en stefnt er að því að öll þjónustan verði komin
undir sama þak innan fárra ára.
Til að koma til móts við
nýjar þarfir og væntingar
þurfti að endurskipu-
leggja húsnæðið.
Byggingin var hönnuð
á sjöunda áratugnum
af finnska arkitektinum
Alvar Aalto (1898-1976)
og er staðsett miðsvæðis
á háskólasvæðinu. Á
árunum 2015 til 2016
var hún tekin í gegn og
þekkingarmiðstöðinni
gefið nafnið Harald
Herlin Learning Centre
í höfuðið á Bror Harald
Herlin (1874-1941),
finnskum verkfræðingi
og frumkvöðli. Ævistarf hans er talið tengja saman tækni,
viðskipti, hönnun og frumkvöðlastarfsemi, það sem er
kjarni starfsvettvangs hins nýja sameinaða háskóla (Aalto
University, 2016). Herald Herlin Learning Centre vann
Finlandia Prize for Architecture 2. október 2017 (Aalto
University Learning Centre, 2017).
Við endurbæturnar var húsinu breytt í fjölnota og nútíma-
lega þekkingamiðstöð fyrir nemendur, starfsmenn og aðra
viðskiptavini. Með aukinni áherslu á rafrænar heimildir
hafa áherslur breyst. Rými sem áður var fyrir bækur, hefur
nú nýju hlutverki að gegna fyrir notendur, alls kyns starf-
semi og notendamiðaða þjónustu. Má þar nefna aðstöðu
fyrir málstofur, uppákomur og sýningar. Í samvinnu við
utanaðkomandi aðila er safninu einnig gert kleift að bjóða
upp á annars konar þjónustu eins og kaffihús, FabLab og
myndstúdío.
Sérstök áhersla var lögð á að bera virðingu fyrir uppruna-
legri hönnun Alvars Aaltos, þegar húsið var gert upp.
Byggingin þykir endurspegla vel hönnun hans og þegar
gengið er um húsið má glögglega sjá skyldleika við hönnun
Norræna hússins í Reykjavík.
Leiðsögukerfi er ofið í gólfteppið á jarðhæðinni
Sýningarrými í anddyri hússins
Gróa Finnsdóttir við gamla afgreiðsluborðið sem ekki er lengur notað sem slíkt, en ekki má fjarlægja vegna þess
að húsið er friðað