Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 21
BREIÐFIRÐINGUR
19
þeim heilrœði; sagði hún, að þá skyldi standa veizlan enn
þrjár nœtur; hún kvað skyldu vera erfi sitt. Þá nótt eftir
andaðist hún og var grafin í flæðarmáli, sem hún hafði
fyrir sagt, því að hún vildi eigi liggja í óvígðri moldu, er
hún var skírð. Eftir það spilltist trú frænda hennar.“ —
(Fram á þessa öld stóð þar í flæðarmáli steinn er gekk
undir nafninu Auðarsteinn og var trúað að þar undir lægi
Auður djúpúðga grafin).
1 Laxdælu segir þannig frá þessu að í veizlu þessari hafi
hún arfleitt Olaf feilan, yngsta sonarson sinn, að Hvammi
og öðrum eignum sínum, en hvorki nefnd fyrirsögn hennar
um erfisdrykkju né leg í flæðarmáli; þar segir að hún
hafi verið látin í skip og orpinn haugur.
I Landnámu segir ennfremur um Auði:
„Hún hafði bœnahald sitt á Krosshólum; þar lét hún
reisa krossa, því að hún var skírð og vel trúuð. Þar höfðu
frcendur hennar síðan átrúnað mikinn á hólana. Var þá
gjör hörgur, er blót tóku til; trúðu þeir því að þeir dæi i
hólana, og þar var Þórður gellir leiddur í, áður hann tók
mannvirðing, sem segir í sögu hans.“
Þessa er ekki getið í Laxdælu*), hvort sem orsökin hef-
ur verið að Laxdæluhöfundur hafi verið heiðnari en höf-
undur Landnámu, eða einhver önnur.
Það fer ekki milli mála að á dvöl sinni á Irlandi og Suð-
ureyjum hafi Auður kynnzt kristni; kristinni mannúð og
*) Laxdæla er til í aðeins einu heilu skinnhandriti: Möðruvallarbók, en
auk þess brot úr 5 skinnhandritum. Eitt skinnhandrlt að sögunni brann
1728, en bað hafði áður verið skriíað upp. Auk bessa eru til uppskriftir á
Pappir.