Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
og þar með báða hina frægu feðga, Eirík rauða tengda-
föður sinn og Leif heppna tengdabróður sinn.
A þessum þrem manneskjum er eftirtektarverður stig-
munur, líklega eftir aldri og andlegum þroska. Þær fær-
ast nær og nær kristnum dómi og kenningum hans, en eru þó
börn síns tíma, sem þrá frelsi til að lifa óháð þeirri þving-
un og vanda, sem lög og reglur tjá. Landkönnun þeirra og
ferðalög út í bláinn, ef svo mætti segja er um leið flótti
frá hinu formbundna og hefðfasta lífi konungsríkja og
kúgunar þeirrar, sem þá var talin sjálfsögð af einvöldum
og valdhöfum. En þrjár konur í hópi þessara landkönnuða
verða þó ógleymanlegastar.
Eiríkur er þarna fulltrúi víkinga, vígamaður á flótta
undan réttvísinni. Einn hinn síðasti slíkra sem við vitum
naumast enn, hvort á að telja hetju eða glæpamann, höfð-
ingja víkingaraldar með kóngadýrð um enni og kórónu
á höfði eða ótíndan sjóræningja og manndrápara.
Leifur er hins vegar hvorki meira né minna en kristni-
hoði, þótt enn sé lund hans lítt kristin og hann geri það
meira fyrir vináttu og drengskap við konunginn, vin sinn
Olaf Tryggvason að fara í vesturveg til kristniboðs. Og
þar með var ýtt úr vör í hina frægu ferð, sem er að til-
gangi kristniboðsferð á kirkjunnar vegum, samkvæmt
heimildum sagnanna. Það fara þó litlar sögur af kristni-
boðsafrekum Leifs þótt hann kristnaði Grænland.
En hins vegar virðast örlög og aðstæður mjög bera blæ
átaka, sem þarna eru verðandi í trú og menningu, þar eð
foreldrar hans Eiríkur og Þjóðhildur slíta í rauninni sam-
vistum, sem þá var lítt tíðkað, út af viðhorfi sínu, ef til
vill til kenninganna, sem sonurinn flutti þeim. Og lét hún