Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 52

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 52
50 I5REIÐFIRÐINGUR Guðríður er að öllu hin vitrasta kona, svo sem áður er sagt, fríð sýnum sköruleg og skjótráð og listasöngkona og ekki síður fjölvís en Þórgunna, þótt flest væri það á ann- an veg, og sem nefna mætti hvítagaldur. Er skemmst af að segja, að Guðríður Þorbjarnardóttir er ein hugþekktasta persóna í íslendingasögum. Og það er hún og hennar út- þrá, hetjudáð og kraftur, sem mestu veldur um landaleit og landkönnun. Með henni er þessi fræga fjölskylda breið- firzkra landkönnuða fullkomnuð. Hún giftist Þórsteini Eiríkssyni og setzt að í Grænlandi sem tengdadóttir Eiríks. Og hún er kristin kona. Einn fegursti sprotinn á meiði hinnar ungu kristni á Islandi og Grænlandi. En það hefur stundum gleymzt að Leifur mágur hennar er kannske fyrst o gfremst kristniboði, og það er vafalaust meðal annars trúboðsáhugi sem hvetur Guðríði til síftllt fleiri ferða út á ógnþrungin höf til Furðustranda fjarlægra landa. En hins vegar er Freydís mágkona hennar, dóttir Eiríks rauða og systir Leifs fyrsti fulltrúi yfirgangs og kúgunar hinnar komandi nýlendustefnu í landafundum síðari alda. Freydís er ekki dóttir Þjóðhildar, heldur laungetin, framhjátökubarn, sem mótast vafalaust af því, að alast upp í skugga bræðra sinna, eflist til öfundar og hefndar í senn. Idún er svarti sauðurinn í fjölskyldunni frægu, en þó að mörgu mjög skaplík föður sínum Eiríki rauða. Áræði og dugnað vantar Freydísi sannarlega ekki og ræðst hún til skips og sjóferða í landaleitir sem karlmaður væri. Hún var með í ferðinni til Hellulands, Marklands og eyjanna, sem þeir nefndu hvorttveggja Bjarney, en nú eru sagðar heita Disko og Belle Isle það er Fagurey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.