Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 12

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 12
10 BREIÐFIRÐINGUR 1711 séu 60 búðir í eyði í því plássi, sem nú er kallað Sandur. Hliðstætt dæmi þekkist ekki annars staðar af landinu. Hver urðu örlög fólksins, sem hafði átt heima í þessum búðum? Aldrei verður því svarað út í hörgul. Stórabóla kom þar við og skildi eftir mörg og stór sár. Sá guli stóð oft dýpra í lok seytjándu aldar en árætt var að halda á lítilli fleytu, og þá var skammt undan á verganginn fyrir tómthúsfólkið. Gömul minni og sagnir varðveita stund- um vitneskju um hvar og hvernig hann endaði, en lang- oftast segir fátt af þeim ferðum. Mér hefur ætíð verið minnisstæð fyrsta koman mín á Sand, því að þá bar fundum okkar Hjartar Jónssonar í Munaðarhóli saman. Eg var þá þrettán ára, en hann níu árum eldri. Hjörtur lét aldursmuninn ekki bitna á mér, enda var hann hugljúfi og skilningsríkur á getu mína og unglingstakmarkanir. Hjörtur var fæddur í Munaðarhóli 28. okt. 1902. Jó- hanna móðir hans (f. 1866, d. 1941) var dóttir Jóhanns Sigmundssonar í Bjarneyjum. Jón, faðir Hjartar var einnig Breiðfirðingur, sonur Jóns Magnússonar í Fremri- Langey og Katrínar Oddsdóttir frá Kjarlaksstöðum. Jón settist að í Munaðarhóli 1895 og bjó þar til 1934, en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Kynni okkar Jóns urðu þá nokkuð náin, en margt mátti af honum nema um fólk og atburði í Breiðafirði. Meðan Jón var í Munaðarhóli gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Áður en hann settist að á Sandi hafði hann róið þar út, en alls var hann formaður í 46 vertíðir og þótti slyngur sjómaður og ágætlega aflasæll. Jón varð bráðkvaddur heima í Munað- arhóli 22. júlí 1942 og var þá nýorðinn áttræður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.