Breiðfirðingur - 01.04.1966, Síða 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
1711 séu 60 búðir í eyði í því plássi, sem nú er kallað
Sandur. Hliðstætt dæmi þekkist ekki annars staðar af
landinu. Hver urðu örlög fólksins, sem hafði átt heima í
þessum búðum? Aldrei verður því svarað út í hörgul.
Stórabóla kom þar við og skildi eftir mörg og stór sár.
Sá guli stóð oft dýpra í lok seytjándu aldar en árætt var að
halda á lítilli fleytu, og þá var skammt undan á verganginn
fyrir tómthúsfólkið. Gömul minni og sagnir varðveita stund-
um vitneskju um hvar og hvernig hann endaði, en lang-
oftast segir fátt af þeim ferðum.
Mér hefur ætíð verið minnisstæð fyrsta koman mín á
Sand, því að þá bar fundum okkar Hjartar Jónssonar í
Munaðarhóli saman. Eg var þá þrettán ára, en hann níu
árum eldri. Hjörtur lét aldursmuninn ekki bitna á mér,
enda var hann hugljúfi og skilningsríkur á getu mína og
unglingstakmarkanir.
Hjörtur var fæddur í Munaðarhóli 28. okt. 1902. Jó-
hanna móðir hans (f. 1866, d. 1941) var dóttir Jóhanns
Sigmundssonar í Bjarneyjum. Jón, faðir Hjartar var
einnig Breiðfirðingur, sonur Jóns Magnússonar í Fremri-
Langey og Katrínar Oddsdóttir frá Kjarlaksstöðum. Jón
settist að í Munaðarhóli 1895 og bjó þar til 1934, en þá
fluttist hann til Reykjavíkur. Kynni okkar Jóns urðu þá
nokkuð náin, en margt mátti af honum nema um fólk og
atburði í Breiðafirði. Meðan Jón var í Munaðarhóli gegndi
hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Áður en
hann settist að á Sandi hafði hann róið þar út, en alls var
hann formaður í 46 vertíðir og þótti slyngur sjómaður og
ágætlega aflasæll. Jón varð bráðkvaddur heima í Munað-
arhóli 22. júlí 1942 og var þá nýorðinn áttræður.