Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 34

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 34
32 BREIÐFIRÐINGUR Borg í Reykhólasveit um langt árabil. Seinni manni sín- um, Hákoni giftist Arndís 1889. Bjuggu þau fyrstu árin á ýmsum stöðum í Reykhólasveit, meðal annars að Stað á Reykjanesi og þaðan fluttu þau að Reykhólum árið 1899. Tóku þau við af Bjarna föður Arndísar er fluttist þaðan það sama ár. Ekki munu efni þeirra hjóna hafa verið mikil, er þau fluttu að Reykhólum, og ekki græddist þeim þar heldur mikið fé, enda alla sína búskapartíð leiguliðar. En þrátt fyrir þetta héldu Reykhólar áfram að vera, meðan þeirra naut við, rausnargarður og höfuðból og fjölmennasta heimili sveitarinnar. Hákon var eini ábúandinn, eins og Bjarni hafði verið tengdafaðir hans, og nytjaði alla jörð- ina. Gömlu hjáleigukotin voru horfin og aRir bjuggu í eina og sama bænum, jafnt húshjón, sem alltaf voru þar einhver, sem annað heimilisfólk. Var þá stundum alls á bænum um 40 manns, jafnvel kom fyrir að næði hátt á fimmta tuginn, þegar flest var. Að jafnaði var margt vinnuhjúa á Reykhólum, og mörg þeirra voru í vist árum saman. Mætti segja að tvær hafi oftast verið aðalstæður þess, að fólk „sagði lausu“ hjá Reykhólabóndanum. I fyrsta lagi voru ekki fáir, sem náðu sér þar í lífsförunaut, og fóru því af staðnum aðeins til þess að stofna sitt eigið heimili. í öðru lagi fengu sumir af þeim, sem orðnir voru gamlir og lúnir, þá ósk upp- fyllta að þurfa ekki að flytja þaðan fyrr en þeir fluttu alfarnir — „í aðra veröld“, en líkamsleifarnar út í kirkju- garðinn. Auk vinnuhjúanna var alltaf eitthvað af gamal- mennum og vandalausum börnum og unglingum á heim- ilinu. Sjálf eignuðust þau Hákon og Arndís ellefu börn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.