Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 66
64
BREIÐFIRÐINGUR
Það var ekki ofsagt við slíkar aðstæður, að margar eru
kröggur í vetrarferðum.
— Varstu aldrei var við neitt undarlegt eða vfirnátt-
úrulegt, þegar þú varst einn á ferð í myrkri og hríðum?
Er livergi reimt á þessari leið?
— Og ekki get ég nú sagt það. Samt man ég eftir at-
viki í einni ferðinni. Ég held það hafi verið seint um
haustið 1930.
Lagði ég þá á heiðina í myrkri og þoku en blæjalogni,
komið fram á kvöld. Sást aldrei fram fyrir lestina alla
leið.
Þegar komið var upp á Vatnsholt, fékk ég einhver
óhugnanleg leiðindi í mig, svo að ekki verður ineð orðum
lýst. Og ég hef aldrei fyrr né síðar fundið neitt svipað.
Það var líkt og kalt vatn rynni niður bakið á mér. Og
hvað eftir annað kólnaði ég upp, og er ekki að fjölyrða
það, að ekki bjóst ég við að komast yfir heiðina við svo
hræðilega líðan. En einhvern veginn tókst það nú samt að
feta sig áfram í niðamyrkrinu í sporaslóð hestanna. Ég
skalf stöðugt af einhverjum hryllingi. En lét hestana ráða
ferðinni.
En á þessum slóðum hafði maður orðið úti fyrir nokkru.
Kannske voru það áhrif frá líðan hans, sem ég varð nú að
taka á mig. Nokkuð var það, að þegar kom niður á Brekku-
dal og út af þessu svæði, hvarf vanlíðan þessi jafn-snögg-
lega og hún hafði gripið mig.
Og nú þegar ég lít til baka og rifja þetta upp, þá finnst
mér eitthvað seiðandi og ævintýralegt við þessar ferðir,
eitthvað, sem aldrei kemur aftur og tilheyrði því íslandi,
sem við einir þekkjum gömlu mennirnir. Við, sem höfðum