Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 20

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 20
18 BREIÐFIRÐINGUR við bónda sinn, enda stunduðu þær þar sjó og gengu til annarra verka við hlið manna sinna. Það var Auður sem úthlutaði löndum til förunauta sinna — og bera Dalirnir enn nöfn þeirra manna. „Auður gaf land skipverjum sínum og leysingjum“, segir í Landnámu. „Leysingjar“ voru menn er hnepptir höfðu verið í ánauð, og verður vart ályktað annað en leysingjar Auðar hafi verið írskir menn, sem maður hennar og sonur hnepptu í ánauð meðan þeir drottnuðu í Dýflinni og á Suðureyjum. Segir Laxdæla m.a. svo eftir Auði: „Yður er það kunnugt, að ég hef frelsi gefið þeim manni er Erpur heitir, syni Mel- duns jarls; fór það fjarri um svo stórættaðan mann, að ég vildi að hann bæri þræls nafn. Síðan gaf Unnur honum Sauðafellslönd“. Þannig var „írskur þræll“ fyrsti eigandi „Sauðafellslanda“, þess Sauðafells er síðar kom við sögu fégjarnra höfðingja. Að sjálfsögðu hafa ekki allir leysingjar Auðar verið „jarlssynir“ og því minni virðing að halda uppi nöfnum þeirra. Skammt frá Hvammi er jörð sem ber slíkum nafn- lausum manni vitni og heitir einfaldlega Leysingjastaðir. Það væri með ólíkindum að þar sem írskir menn voru hafi ekki einnig verið írskar konur, — auk þess sem nor- rænir víkingar höfðu þá hræsnislaust og opinskátt ambáttir og fylgikonur sér til lífsfyllingar. Er því erfitt að trúa öðru en að í föruneyti Auðar, sem gekk á land í Hvammi fyrir nær 1100 árum hafi verið írskar konur. Svo segir í Landnámu: „Auður var vegskona mikil. Þá er hún var ellimóð bauð hún til sín frændum sínum og mágum og bjó dýrlega veizlu. En er þrjár nœtur hafði veizlan staðið, þá valdi hún gjafir vinum sínum og réð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.