Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 20

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 20
18 BREIÐFIRÐINGUR við bónda sinn, enda stunduðu þær þar sjó og gengu til annarra verka við hlið manna sinna. Það var Auður sem úthlutaði löndum til förunauta sinna — og bera Dalirnir enn nöfn þeirra manna. „Auður gaf land skipverjum sínum og leysingjum“, segir í Landnámu. „Leysingjar“ voru menn er hnepptir höfðu verið í ánauð, og verður vart ályktað annað en leysingjar Auðar hafi verið írskir menn, sem maður hennar og sonur hnepptu í ánauð meðan þeir drottnuðu í Dýflinni og á Suðureyjum. Segir Laxdæla m.a. svo eftir Auði: „Yður er það kunnugt, að ég hef frelsi gefið þeim manni er Erpur heitir, syni Mel- duns jarls; fór það fjarri um svo stórættaðan mann, að ég vildi að hann bæri þræls nafn. Síðan gaf Unnur honum Sauðafellslönd“. Þannig var „írskur þræll“ fyrsti eigandi „Sauðafellslanda“, þess Sauðafells er síðar kom við sögu fégjarnra höfðingja. Að sjálfsögðu hafa ekki allir leysingjar Auðar verið „jarlssynir“ og því minni virðing að halda uppi nöfnum þeirra. Skammt frá Hvammi er jörð sem ber slíkum nafn- lausum manni vitni og heitir einfaldlega Leysingjastaðir. Það væri með ólíkindum að þar sem írskir menn voru hafi ekki einnig verið írskar konur, — auk þess sem nor- rænir víkingar höfðu þá hræsnislaust og opinskátt ambáttir og fylgikonur sér til lífsfyllingar. Er því erfitt að trúa öðru en að í föruneyti Auðar, sem gekk á land í Hvammi fyrir nær 1100 árum hafi verið írskar konur. Svo segir í Landnámu: „Auður var vegskona mikil. Þá er hún var ellimóð bauð hún til sín frændum sínum og mágum og bjó dýrlega veizlu. En er þrjár nœtur hafði veizlan staðið, þá valdi hún gjafir vinum sínum og réð

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.