Breiðfirðingur - 01.04.1966, Blaðsíða 31
BREIÐFIRÐINGUR
29
sem hann mat mikils og vildi veita ótæmandi brunni metn-
eðar síns og örlætis.
Þrjú stærstu félögin, sem hann starfaði í munu hafa
verið Félag húsgagnameistara, Frímúrarareglan og Breið-
firðingafélagið. Veit ég, að hann mun hafi veitt þeim
öllum og mörgum minni af manndómi og alúð, og félag-
ar og samstarfsmenn þakka honum af alhug að leiðarlok-
um. En hið síðastnefnda þekki ég bezt og störf hans þar.
Hann var einn af stofnendum Breiðfirðingafélagsins ásamt
vinum sínum úr Vestureyjum Breiðafjarðar og nú síðast
heiðursfélagi þess. Munu ekki margir hafa beitt sér betur
með ráðurn og dáð til að skapa þeim félagsskap, traustan
fjárhagslegan grunn og hverja aðra hagsæld sem hugsan-
leg var, oft með persónulegum fórnum og framlögum
auk alls konar starfa, sem sízt horfa til launa. Fyrir þetta
viljum við svo sannarlega þakka þessum ógleymanlega
heiðursfélaga okkar, þegar nú skiljast leiðir. Snæbjörn
unni átthögum sínum af djúpri og óbrigðuli átthaga- og
ættjaroarást og var góður sonur breiðfirzkra byggða, og
var hugsjónamaður að hætti hinna síungu stofnenda og
brautryðjenda ungmennafélaganna á íslandi.
Síðasta starf hans í Breiðfirðingafélaginu var nú um
áraskeið að undirbúa samkomur eldra fólksins að heiman
á uppstigningardag. Það var honum hugleikið starf. Nú
trúi ég að margir Breiðfirðingar hinna horfnu muni fagna
honum bak við tjald leyndardómanna í helgidómi Guðs
ofar hausthimni jarðar.
I þeirri trú og von kveðjum við þig gamli góði vinur
og biðjum þér himneskrar sælu, en ástvinum þínum hugg-
unar og styrks. Árelíus Níelsson.