Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 42
40
BREIÐFIRÐINGUR
raátti hann þangað koma. Hún kenndi og á tampinum, því
ekki var samdráttur þeirra orðinn ámælislaus. Samt varð
hún þar eftir um tvö ár á Ballará en Helgi fór undir Jökul.
Varð hann þar orðlagður drykkjumaður, klám- og blótvarg-
ur og mannlastari, og sagnir gengu um, að hann hefði borið
mikið hatur til séra Eggerts.16-1
Séra Friðriki lýst
t íslenskum æviskrám eftir Pál Eggert Ólason er að finna eina
gagnorðustu lýsinguna sem ég hef séð á séra Friðriki Eggerz
og er hún svohljóðandi:
Hann var þrekinn maður og hinn höfðinglegasti, hraust-
menni til burða, söngmaður allgóður, en þókti stirður til
predikana, fróðleiksmaður mikill og hefir tínt saman og
skrifað upp ýmsan alþýðlegan og sögulegan fróðleik, þótt
nota verði með varúð það, er hann hefir skráð um samtíma-
menn sína, enda sístarfandi, hirðumaður mikill um skjöl;
fjáraflamaður mikill og harðdrægur, er því var að skipta,
málafylgjumaður mikill og átti lengstum málaferli við
ýmsa, langrækinn og brá samt aldrei skapi, tryggur og ráð-
hollur vinum sínum, manna fastlyndastur og nokkuð hjá-
trúarfullur.I7)
Friðriks er víðar getið, en skylt er staldra við í ritinu Vestlend-
ingar eftir Lúðvík Kristjánsson, sem manna mest og best
hefur rannsakað þjóðfélagshræringar og atvinnuhætti á Vestur-
landi á 19. öld. Hann getur þess að Friðrik hafi sent Jóni
forseta Sigurðssyni þrjú bréf og ritgerð sem hann nefndi Bíia-
tölur og fjallaði einkum um mat á jörðum, og kemur fáum á
óvart sem eitthvað þekkja til áhugamála Friðriks Eggerz. Jón
Sigurðsson var ekki sammála skoðunum hans og skrifaði til
baka: