Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 85
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND
83
an var rétt 10 er hún kom til Óslóar og það stóð líka heima að
sporvagninn sem gekk um Bygdö Allé, þar sem ég bjó, var
rétt farinn er ég kom á torgið. Ég varð því að bíða í 10 mínútur
eftir næsta vagni. Ég var því ekki komin að húsinu fyrr en
klukkan var 15 mínútur yfir 10, en þá var rétt búið að loka úti-
dyrum garðsins, sem var umhverfis húsið. Gamla konan mín
var ekki heima, ætlaði að vera hjá vinafólki sínu til klukkan
12 og hafði því tekið með sér lykilinn að portinu, en ég ætlaði
að vera komin fyrir klukkan 10. Ég stóð því úti á götunni og
komst ekki inn en árangurslaust var að hringja eftir þann tíma.
Ég sá því ekki annað ráð en að rölta þama fram og aftur um
gangstéttina svo að mér yrði ekki kalt.
Og þegar ég nú gekk þarna um kom mér allt í einu í hug
skrítinn draumur sem mig dreymdi þegar ég var bara 12 ára
heima í Nesi. Hann var á þá lund að ég þóttist vera komin til
Noregs og til Óslóar sem þá hét Kristjanía, og ég bjó þar hjá
gamalli konu í húsi skammt frá konungshöllinni. Nú þóttist ég
hlaupa um götur og torg - fram hjá konungshöllinni og var
bráðlega komin að stóru húsi með háum garði í kring og á
garðinum var lokuð hurð og þar var líka dyrahamar og bjalla.
Ég þóttist taka hamarinn og berja í dyrabjölluna. Þá voru
dyrnar opnaðar og út kom stelpa á aldur við mig og meira að
segja jafnstór, í eins kjól og eins litt hár og algerlega eins og
ég sjálf. Mér þótti sem ég yrði dálítið hissa og segi við stelp-
una: „Hvað heitir þú?“. „Ég heiti Kristjana og er Hannesdótt-
ir“, sagði hún. „Það getur ekki verið“, þóttist ég segja,“ því
það er ég“. „Það er ég nú líka“, sagði stelpan og um það fór-
um við að þrátta, en þá vaknaði ég. En það skrítnasta við
drauminn var það að hér bjó ég reyndar hjá gamalli konu og
húsið sem ég nú var þama hjá var nákvæmlega eins og það
sem ég sá í draumnum - munurinn var aðeins sá að í stað
dyrahamars og bjöllu var rafmagnsbjalla.
En rétt sem ég var að hugsa um þetta - birtist allt í einu
minn góði verndarengill - það geislaði nú engin birta frá hon-
um því það var bara maður í svörtum frakka og með hatt. En
hann kom reyndar út úr portinu og skildi eftir ólæstar dyrnar