Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 98
96
BREIÐFIRÐINGUR
var skrá um handritasafn Áma Magnússonar seint á síðustu
öld og eru ekki kunn önnur handrit eða aðrar heimildir um
það. Sumarið 1983 spurði ég Jón Helgason prófessor í Kaup-
mannahöfn, hvort hann vissi eitthvað um þetta rit en svo var
ekki. Ekki getur Jón Ólafsson um stærð þess, en það hefur
ekki verið stórt, því að í undirtitli er sagt að ritið hafi verið
minni háttar, þ. e. fremur stutt. Samkvæmt handritaskrám
skrifaði Árni Magnússon sjálfur þá hluta 670, sem þetta rit var
í. Þótt nú séu ekki nein tök á að giska á neitt um innihald
þessa glataða rits, má minnast þess, að Árni er alinn upp í
Hvammi í næsta nágrenni við Skerðingsstaði og Krosshóla og
var því manna vísastur til að þekkja einhverjar sagnir um Þórð
sem þeim stað vom tengdar. Hugsanlegt er einnig, að í þessu
riti hefði verið lítið meira en fyrrgreindar annálaklausur. Eins
og kom fram hér að framan var Þórður grafinn í kirkjugarði
„eftir skipan officialis og samþykki allra lærðra manna og
hyggja menn hann helgan mann.“ Það verður að teljast næst-
um öruggt að af þeim sökum a. m. k. hafi þá eitthvað verið
skrifað um Þórð; e. t. v. það sem var í 670. Búðarnes er í Eyja-
firði, svo að í annað biskupsdæmi hefur verið komin vitneskja
um helgi Þórðar fimm ámm eftir dauða hans, sem gæti fremur
bent til einhvers rits. Hugsanlegt er, að Jón lærði hefði getað
séð þau skrif einhvern tímann og þaðan sé komin vitneskja
hans um píslir Þórðar og teikn, þótt ekki verði um það fullyrt
með vissu, en hér að framan var reynt að leiða rök að því að
svo hefði líklega verið. Um innihald ritsins er ekkert hægt að
vita, fyrr en IJm góðu mennina kemur í leitirnar sem við
skulum vona að verði, þótt í raun séu sáralitlar líkur til þess.
Bandarísk fræðikona Margaret Cormack hefur rannsakað
dýrkun helgra manna hér á landi í kaþólskum sið frá kristni-
töku og fram um 1400 og fullyrðir hún, að umrætt áheit á
Þórð góða mann sé eina kunna dæmið um að Islendingar hafi
farið að heita á og dýrka aðra landsmenn sína en þá þrjá
alkunnu dýrlinga, Jón helga Ögmundarson, Þorlák helga Þór-
hallsson og Guðmund góða Arason.9