Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
ræða. Ýmislegt er óljóst um Þórð þennan. Jón lærði er einn til
frásagnar um, að hann hafi verið höggvinn í Krosshólum.
Ekki er kunnugt um hvaðan Þórður var, því að Flateyjarannáll
lætur ógetið hvert riðið var heim. Jón Sigurðsson forseti gisk-
aði á, að Þórður hafi verið úr Borgarfirði „því bein hans voru
flutt að Stafholti.“2 Jón Sigurðsson þekkti ekki klausuna úr
Samantektum. Steinn Dofri virðist telja að hann hafi „búið á
Barðaströnd.“3 Ekki verða fundnar heimildir fyrir þessu, en á
fyrrgreindum stað nefndi Jón Sigurðsson einnig Bjarna góða
mann, sem vissulega var af Barðaströnd og gæti Steinn Dofri
hafa ruglað þeim saman héma. I registri við Sýslumannaœfir
taldi Hannes Þorsteinsson Þórð úr Dalasýslu. Það byggist á
því að hann var höggvinn eftir dómnefnu Orms Snorrasonar á
Skarði, sem var faðir Guðmundar Ormssonar, sem Þórð fang-
aði. Jón lærði getur einnig um að tengsl hafi verið milli aftöku
Þórðar og „banatilræðishöggs“ við bróður hans, sem ekki er
nefndur. Ólafur Lárusson gat þess til4 að Þórður hafi verið
bróðir Þorsteins Jónssonar. Ólafur þekkti ekki klausuna úr
Samantektum. Um Þorstein Jónsson segir Flateyjarannáll við
árið 1381: „víg Guthorms Ormssonar á sunnudaginn í fardög-
um í Snóksdal; vó hann Þorsteinn Jónsson." Ekkert meir er
um Þorstein þennan kunnugt eða tildrög vígsins. Guttormur
var bróðir Guðmundar Ormssonar, sem reið heim að Þórði
Jónssyni. Guttormur er talinn vera faðir Lofts Guttormssonar,
föður Ólafar ríku á Skarði, en þar er bláþráður í ættfærslu
Skarðverja. Steinn Dofri segir á tilvitnuðum stað, að bróðir
Þórðar hafi verið Jón Jónsson, sem Gottskálksannáll segir að
höggvinn hafi verið sama ár. Steinn þekkti heimildina í
Samantektum.
Jón lærði segir að teikn hafi orðið mörg eftir dauða Þórðar,
en nú er aðeins kunnugt um manninn, sem lifði í skriðunni í
Búðarnesi 1390. Samkvæmt því sem segir í Flateyjarannál
við það ár var sá bær í Hörgárdal. Um þessi skriðuföll hefur
Ólafur Jónsson mest fjallað.5 Hvort eða hvaða teikn fleiri Jón
lærði hefur þekkt er auðvitað ekki vitað, eða hvort hann hafði
fyrir sér skrifaðar frásagnir eða fór eftir munnmælum. Um-