Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 96

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 96
94 BREIÐFIRÐINGUR ræða. Ýmislegt er óljóst um Þórð þennan. Jón lærði er einn til frásagnar um, að hann hafi verið höggvinn í Krosshólum. Ekki er kunnugt um hvaðan Þórður var, því að Flateyjarannáll lætur ógetið hvert riðið var heim. Jón Sigurðsson forseti gisk- aði á, að Þórður hafi verið úr Borgarfirði „því bein hans voru flutt að Stafholti.“2 Jón Sigurðsson þekkti ekki klausuna úr Samantektum. Steinn Dofri virðist telja að hann hafi „búið á Barðaströnd.“3 Ekki verða fundnar heimildir fyrir þessu, en á fyrrgreindum stað nefndi Jón Sigurðsson einnig Bjarna góða mann, sem vissulega var af Barðaströnd og gæti Steinn Dofri hafa ruglað þeim saman héma. I registri við Sýslumannaœfir taldi Hannes Þorsteinsson Þórð úr Dalasýslu. Það byggist á því að hann var höggvinn eftir dómnefnu Orms Snorrasonar á Skarði, sem var faðir Guðmundar Ormssonar, sem Þórð fang- aði. Jón lærði getur einnig um að tengsl hafi verið milli aftöku Þórðar og „banatilræðishöggs“ við bróður hans, sem ekki er nefndur. Ólafur Lárusson gat þess til4 að Þórður hafi verið bróðir Þorsteins Jónssonar. Ólafur þekkti ekki klausuna úr Samantektum. Um Þorstein Jónsson segir Flateyjarannáll við árið 1381: „víg Guthorms Ormssonar á sunnudaginn í fardög- um í Snóksdal; vó hann Þorsteinn Jónsson." Ekkert meir er um Þorstein þennan kunnugt eða tildrög vígsins. Guttormur var bróðir Guðmundar Ormssonar, sem reið heim að Þórði Jónssyni. Guttormur er talinn vera faðir Lofts Guttormssonar, föður Ólafar ríku á Skarði, en þar er bláþráður í ættfærslu Skarðverja. Steinn Dofri segir á tilvitnuðum stað, að bróðir Þórðar hafi verið Jón Jónsson, sem Gottskálksannáll segir að höggvinn hafi verið sama ár. Steinn þekkti heimildina í Samantektum. Jón lærði segir að teikn hafi orðið mörg eftir dauða Þórðar, en nú er aðeins kunnugt um manninn, sem lifði í skriðunni í Búðarnesi 1390. Samkvæmt því sem segir í Flateyjarannál við það ár var sá bær í Hörgárdal. Um þessi skriðuföll hefur Ólafur Jónsson mest fjallað.5 Hvort eða hvaða teikn fleiri Jón lærði hefur þekkt er auðvitað ekki vitað, eða hvort hann hafði fyrir sér skrifaðar frásagnir eða fór eftir munnmælum. Um-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.