Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 123
SKÓLAHALD 1 NESHREPPI UTAN ENNIS
121
geymd. Undir húsinu var kjallari sem var að mestu niðurgraf-
inn, þar var kolageymsla og salerni (salernin voru færð út úr
skólanum og settir upp útikamrar 1931).35) Húsið var bjart ef
birtu naut því á því voru góðir gluggar en annars kom lýsingin
frá olíulömpum sem héngu í loftinu. Skólastofumar voru
kyntar með kolaofnum, einn ofn var í hvorri stofu, og sáu þeir
sem sátu næst þeim um að bæta á, ef með þurfti. Sett var upp
vatnskyndikerfi upp úr 1930.
Húsgögnin í stofunni voru fábrotin, upphækkað púlt fyrir
kennarann og stóð það á litlum palli. Börnin sátu á trébekkjum
með áföstum borðum sem hölluðust lítillega. Efst á borðinu
var rauf eða dæld fyrir penna og hólf fyrir blekbyttu. Hilla var
undir borðinu fyrir skólatöskuna. Tveir nemendur sátu við
hvert borð og voru þrjár borðaraðir í hvorri stofu. Að endingu
má geta þess að krítartafla var í báðum stofunum.36)
Fljótlega var farið að tala um að stækka húsið. í bréfi frá
Ólafi Proppé til fræðslumálastjóra 20.2. 1913 var farið fram á
styrk vegna skólabyggingarinnar frá 1907, tveimur árum áður
en lög um styrk til skólabygginga gengu í gildi. Ólafur Proppé
sagði m.a. í bréfinu „Kanske meiri líkur væru til, við fengjum
styrk hlutfallslega við alla bygginguna, ef við nú í sumar, eins
og komið hefur til tals, stækkum húsið að mun? - það vantar
tilfinnanlega leikfimihús og eins rekur að því, að stækka þarf
sjálfan skólann innan skamms. Aðsóknin er orðin það mikil.“
í maí sama ár skrifaði Ólafur Proppé annað bréf. I því fór
hann fram á lán, til viðbyggingar 10-12 álna íþróttasalar.
Lánið fékkst ekki, verður því ekkert úr framkvæmdum.37)
Eftir 1920 fjölgaði nemendum jafnt og þétt í skólanum. (Sjá
bls. 104). Þann 25.8. 1924 skrifaði Ingveldur Á. Sigmunds-
dóttir fræðslumálastjóra bréf þar sem hún fór fram á að þriðja
kennaranum yrði bætt við. Sagði hún að íbúar væru orðnir 595
og fæðingar mjög margar. I skólanum hamli þrengsli mjög
skólastarfi, hafi hún því gripið til þess ráðs að hafa þrjár
deildir.38)
Árið 1929 var skólaskyldan færð ofan í 9 ár, börnunum
fjölgaði og þrengslin jukust. í bréfi Ingveldar Á. Sigmunds-