Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 63
61
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND
garðinum eða farið í rjóður í skóginum. Eftir handavinnuna
var söngur sem frú Bosson kenndi. Það var æði hressandi eftir
að hafa keppst við að vefa eða sauma í 3 tíma að fá að lyfta
sér upp og syngja, enda var kennslan dásamlega skemmtileg.
Stúlkurnar voru fljótar að læra lögin. Frú Bosson kunni líka að
velja lög sem voru bæði göfgandi og hressandi. Hún var líka
sjálf mjög heillandi, falleg og vel búin, oftast í léreftskjól en
laus við allt tildur og óþarfa skart. En hreinn og göfugmann-
legur svipur og prúð framkoma voru það skart sem mest bar á.
Þegar hún var sest við hljóðfærið virtust mér allir hrífast með
inn í ríki tónanna, enda urðu söngtímarnir til þess meðal
annars að færa nemendur nær henni svo að þær leituðu ævin-
lega til hennar með öll sín vandamál.
Kl. 5 var fyrirlestur oftast með skuggamyndum og milli kl.
6 og 7 var leikfimi. Eftir matinn var svo frí til lestrar, en kl. 10
var húsunum lokað og ljósin slökkt, því það þurfti að hafa ljós
á kvöldin allt sumarið. En áður eða kl. 9,40 var hringt og söfn-
uðust þá allir saman á tröppunum og fyrir utan skólahúsið og
sungu kvöldsálm. Eftir það gengu allir hljóðlega heim og hátt-
uðu. Þannig liðu flestir skóladagar í þessum skóla.
Nú skal ég segja ykkur hvað ég taldi mesta gildi þessarar
merkilegu menntastofnunar. Það var ekki eingöngu fróðleik-
urinn sem alltaf er verið að troða í fólkið, heldur miklu fremur
sá andi sem þar var ríkjandi. Allur dagurinn var notaður vel og
unnið af kappi, en vinnan var byrjuð með bæn og söng og
enduð á sama hátt á kvöldin. Engin kirkja gat verið dýrðlegri
en skrúðgrænt hvolfþak lauftrjánna í garðinum í Tárna og
ekkert altari fegurra en marglitar, glitrandi blómabreiðurnar
milli trjánna. Ég að minnsta kosti komst alltaf í hátíðaskap á
hverju kvöldi þegar við sungum kvöldsálminn. Það var lotn-
ingin fyrir því fagra og góða sem mér fannst mjög einkenna
þennan skólastað og fólkið sem ég kynntist þar. Það var kapp-
kostað að nemendurnir fyndu heimili þarna, enda þótt þeir
væru ekki nema stuttan tíma og það heimili var fullt af lífi og
starfi, samræmi og fegurð. Þar var ekki skraut eða viðhöfn
hvorki í klæðaburði né öðru. Yfirleitt klæddust stúlkurnar í