Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 138
136
BREIÐFIRÐINGUR
Memiingarsögulegar minjar
Búið hefur verið í eyjum á Breiðafirði allt frá því að land
byggðist. Aður var búið í tugum eyja á firðinum. Mannvistar-
leifar má því finna um allar eyjar, sérstaklega á heimaeyj-
unum. Breytingar til þeirra lífshátta sem nú tíðkast hafa farið
hægar yfir á Breiðafjarðareyjum en víðast annars staðar á
landinu og hafa mannvistarleifar því varðveist betur en annars
staðar. Þar eru t.d. gamlir matjurtagarðar, fornir torfgarðar,
grjótgarðar, nátthagar, naust, ruddar varir, bryggjur, bátakvíar,
sjóvamargarðar, legufæri, fiskhjallar, skothús, æðarbyrgi, út-
sýnisturnar, kúagötur, réttir, stekkar og sjávarfallavirkjun.
Tóftir af híbýlum og útihúsum eru af óvenjufjölbreyttum toga,
t.d. íbúðarhús, fjós, hlöður, fjárhús, íshús, bræðsluhús, ver-
búðir, smíðahús, dúnhús, bátaskýli, bænhús, klaustur, yfirsetu-
kofar, hænsnakofar, brunnhús og útsýnisturn.
Þessar mannvistarleifar bera margbreytilegu atvinnulífi glöggt
vitni. Af nógu er að taka, en það sem gerir mannvistarleifar í
Breiðafjarðareyjum einkum áhugaverðar em þær minjar sem
tengjast sjónum á einn eða annan hátt, svo sem að lrkum lætur.
Einhver merkilegustu mannvirkin em bátakvíar eða dokkir,
hlaðnir garðar til vamar fyrir báta, Silfurgarðurinn í Grýluvogi í
Flatey, dokkin í Rauðseyjum og kvíin Steingerður í Akureyjum á
Gilsfirði. Einnig má nefna sjávarfallavirkjunina sem knúði
kornmyllu í Brokey, en þar er einnig útsýnistum sem og í
Akureyjum á Gilsfirði og Sviðnum. Þau mannvirki voru gerð svo
unnt væri að svipast um eftir bátsferðum veiðiþjófa og annarra.
Stuðla má að varðveislu menningarsögulegra minja með
skráningu á fomminjum, örnefnum og lýsingu á gömlum
þjóðháttum sem voru nátengdir umhverfinu. Meginvandamál-
ið er líklega að hafa upp á fólki sem man vel eftir lífinu í eyj-
unum fyrir seinna strfð, á árunum 1920-40. A þeim tíma lögð-
ust 13 eyjar í eyði. Síðan hafa farið í eyði um 20-30 eyjar,
margar í stríðinu eða fljótlega eftir stríð. Þeir týna því óðum
tölunni sem kunna að segja frá menningarsögulegum minjum
og gömlum búskaparháttum í eyjunum.