Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 159
MINJASÖFNUN
157
öskuberi, skinnaspýtur, ofn í samkomuhús, hengilampi í
samkomuhús (dreifari), netstúfur með korkflám og leggjum,
reiðver, beizli, reykskjól.
Lokaorð
Upptalningin í nafnaflokkunum hér að framan er varla tæm-
andi, og því góðra gjalda vert ef fleira verður finnanlegt.
Eins og sjá má er hér aðallega um að ræða áhöld og tæki,
sem notuð voru í sveitum um síðustu aldamót og á fyrri hluta
þessarar aldar.
Vegna mikillar byggðaröskunar hefur eitthvað af gömlum
munum og tækjum flutzt úr sveitunum til þéttbýlisins. - Sumt
af því kunna að vera ættargripir. - En endist ræktarsemin við
þá til margra kynslóða? Sennilega ættu þeir fremur að geym-
ast á traustu og öruggu safni.
En að koma á fót traustvekjandi safni, mun fjárhagslega of-
viða fámennu sveitarfélagi. Æskilegra væri að nokkur byggð-
arlög stæðu saman að stofnun, uppbyggingu og rekstri byggða-
safns.
Varðandi slíkar framkvæmdir virðist hyggilegt að hafa
samráð við Þjóðminjasafn, Þjóðskjalasafn og Þjóðarbókhlöðu,
enda yrðu sumir þeirra muna og minja vistaðir í þeim söfnum.
En þótt samþykkt yrði að stefna að sameiginlegri safns-
stofnun, verður fyrst í stað að notast við bráðabirgðahúsnæði,
sem hentað gæti um skeið, því að ekki má dragast að bjarga
því, sem enn er finnanlegt.
Síðast en ekki sízt ber að minnast þess, að stuttorð skýrsla
þarf að fylgja hverjum safngrip, þ. e. nafn, notkun, aldur,
hvaðan fenginn o. fl. en í sumum tilfellum getur orðið til skýr-
ingar á þeirri þróun, sem orðið hefur frá fortíð til nútíðar.