Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 155
MINJASÖFNUN
153
mér að enn sé margt óunnið í söfnunarstörfum, sem óráðlegt
sé að draga lengur að tína saman og flytja til öruggs geymslu-
staðar.
Til glöggvunar fer hér á eftir upptalning á flestum áhöldum
og hlutum sem ég man eftir að voru í notkun, en hafa verið að
úreldast. - Talin eru þar með nokkur stærri áhöld og tæki, sem
aðeins öflugustu söfn geta varðveitt, og þyrftu þá sveitarfélög
að semja sín á milli um vistun þeirra.
Fatnaður o. fl.
Roðskór, skæði, skinnskór bryddir með eltiskinni, leðurskór
með þvengjum, skinnsokkar, sportsokkar, fótólar, illeppar,
úlnliðasmokkar, lokubuxur, tátyljur, lambhúshetta, stormjakki,
sportbuxur, eldri sparifatnaður kvenna, skotthúfa, klukka, kot,
bolur, reiðföt kvenna notuð ýmist í hnakk eða söðli, spjaldofin
sokkabönd og axlabönd, tvíbandaðir vettlingar, sjóvettlingar,
heimaofin nærföt úr tvisti, rúmteppi ofin úr togþræði,
heimaofin rekkjuvoð.
Gömul húsgögn
Borð, skápar, koffort, skrínur, matarkistur, malkvarnir, kjafta-
stólar, klukkur, útvarpstæki, skrifpúlt, bókaskápur, rúmfjalir.
Heimilis- og matreiðsluáhöld
Pottar (steypujáms- og emileraðir, gjarna viðgerðir), trog,
brauðbox, trédiskar, tréausur og sleifar, hornspænir, tréskálar,
kaffibrennari, kaffikvörn, kaffikanna og poki, vöfflujárn (á
eldavél með hringjum), kleinujárn, sykurtengur (heimagerð-
ar), baunaspaði, hakkavél, skyrgrind, bullustrokkur, rjóma-
þeytari (hand), skilvinda, brauðhnífur, pottaskafi, leirskálar
(gjarnan spengdar), gömul hnífapör, reizla, lóðavigt, alinmál,
kamína, kertalugt, askur (gamall), fýsibelgur, eldtöng, olíu-