Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 134

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 134
132 BREIÐFIRÐINGUR Náttúrufar Breiðafjörður er stærsta samfellda votlendissvæði landsins og eru strandsvæði þar um helmingur af allri strandlengju þess. I firðinum innanverðum er mikið grunnsævi, en utar er dýpi víðast mælt í tugum metra og er liðlega hundrað metrar þar sem það er mest. Kunnastur er Breiðafjörður fyrir mikinn fjölda eyja, hólma, skerja og boða. Eyjamar á Breiðafirði hafa löngum verið álitnar óteljandi líkt og Vatnsdalshólar og vötnin á Arnarvatnsheiði. Breiðafjarðareyjum er gjarnan skipt í tvennt, Vestureyjar og Suðureyjar, sem ná þó ekki til allra eyja á firðinum. Skilin á milli Vestureyja og Suðureyja eru á reiki, en eftir því sem næst verður komist eru Suðureyjar sunnan línu frá fjallinu Klofn- ingi yst í Dalasýslu og út fjörð, en Vestureyjar norðan hennar. Sjávarfalla gætir meira á Breiðafirði en flestum öðrum strandsvæðum við ísland og er mesti munur flóðs og fjöru á sjötta metra. Miklar breytingar eiga sér stað á landslagi eftir sjávarföllum vegna misdýpis og hins mikla fjölda eyja og skerja. Sund þoma og stórir leiru- eða skerjaflákar rísa úr sjó um fjöru svo að landslagið tekur stakkaskiptum. Víða mynd- ast straumrastir og er Hvammsfjarðarröst þeirra kunnust. Þetta umhverfi og breytingar á því torvelda siglingar og gera þær hættulegar. Ekki er ókunnugum ráðlagt að sigla um eyjamar án góðrar leiðsagnar. Vegna eyjafjöldans er talið að á Breiðafirði sé yfir helming- ur af öllum fjörum við ísland. Þetta atriði eitt veitir vísbend- ingu um það gildi sem Breiðafjörður hefur fyrir lífríki lands- ins. Lífmagn í fjörum og á grunnsævi er mikið og líffræðileg áhrif þessara svæða ná langt út fyrir mörk þeirra, hvort heldur er upp á land eða út á dýpri hafsvæði. Stofnar hryggdýra í Breiðafirði eru yfirleitt stórir og gefur það vísbendingu um óvenjuauðugt lágdýralíf sem fiskar, selir, hvalir og fuglar lifa á beint eða óbeint. Tegundaauðgi í fjörum og á grunnsævi er ótrúlega mikil þar sem smádýr þrífast í skjóli víðáttumikilla þang- og þaraskóga. Fuglar eru áberandi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.