Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 117
SKÓLAHALD í NESHREPPI UTAN ENNIS
115
Evrópu og Gyðingalandi, enginn hnöttur, engin eðlisfræðitæki
eða annað slíkt“.26) Þegar Kristján J. Gunnarsson kom að
skólanum hafði ekkert verið bætt úr þessu en fljótlega voru þó
keypt ný landakort.26)
Hver getur skýringin á þessari miklu hnignun verið?
Orsakimar eru án efa margar. Skólastjóraskipti voru ör, þrír
skólastjórar komu að skólanum 1935-1943. Kröfur fólks eru
mismiklar, einum getur þótt það nothæft sem öðrum finnst
drasl. Kreppan var í algleymingi og erfitt að afla gagna,
hreppssjóðurinn rýr vegna atvinnuleysis og fólksflótta. Svona
mætti lengi telja án þess að finna rétta svarið, sem sennilega er
ekki til, því orsakirnar eru sennilega margþættar.
5. Kennsluhættir
Öllum heimildarmönnum mínum bar saman um að kennslan
hafi verið mjög einstaklingsbundin, þar sem aldurshópum var
blandað í bekki allt tímabilið; nemendur í hverri bekkjardeild
voru þar af leiðandi komnir mislangt í námsefninu. Hver
kennari kenndi ákveðnar námsgreinar og fóru þeir á milli
bekkjardeilda til að kenna þær. (Viðtöl við fyrrverandi nem-
endur og skólastjóra)
Til dæmis um hvernig kennslan fór fram í upphafi annars
áratugarins má styðjast við frásögn Andreu Kristjánsdóttur.
Hver kennsludagur hófst með söng úr barnasálmum, síðan var
farið með bæn, og skiptust böm sem voru orðin sæmilega vel
læs á um að lesa hana. Að þessu loknu hófst skóladagurinn,
börnin lásu í lestrarbókunum, skrifuðu eftir forskrift eða
skrifuðu réttritunaræfingar í stílabækur með pennastöng. Þau
lærðu ritreglur utanbókar sér til hjálpar í stafsetningu. Bömin
reiknuðu á steinspjöld með griffli, svörin voru færð í
reikningsbók, síðan var þurrkað af steinspjaldinu og byrjað á
næsta dæmi. í landafræði þurftu þau að þekkja staðsetningu
helstu landa, hafa o.fl. á landakortinu. I sagnfræði og náttúru-
fræði var meira utanbókarnám og voru nemendur spurðir út úr
á víxl en þær myndir sem til voru komu að góðum notum. Ekki