Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 136
134
BREIÐFIRÐINGUR
varplönd á Breiðafirði, þar á meðal um fimmtungur íslenska
þórshanastofnsins og rúmur helmingur af öllum haförnum í
landinu. Þrjár fuglategundir, margæs, tildra og rauðbrystingur,
eru árvissir gestir vor og haust þótt þær verpi ekki. Þetta eru
svonefndir fargestir sem eru á reglubundnum ferðum milli
varpheimkynna á norðlægum slóðum og vetrarstöðva á Bret-
landseyjum. Nálægt 10% allra margæsa af þeim stofni sem
kemur við hér á landi hafast við á Breiðafjarðarsvæðinu. Um
60% af þeim tæplega 300 þúsund rauðbrystingum sem koma
við á íslandi nýta sér fjörur á Breiðafirði.
Báðar íslensku selategundirnar kæpa á Breiðafirði. I firð-
inum er nálægt fimmtungur af öllum landselum við Island og
allt að helmingur af öllum útselum. Þá má sjá ýmis smáhveli,
svo sem hnísu, höfrungategundir og háhyminga, víða á firð-
inum og talsvert er þar af hrefnu, aðallega þó fyrir utan ystu
sker. Margar lax- og silungsár falla í Breiðafjörð, þar á meðal
nokkrar af bestu laxveiðiám landsins, svo sem Haukadalsá og
Laxá í Dölum.
Óvíða er jafnmikla grósku að finna og í mörgum Breiða-
fjarðareyja þótt hrjóstrug eða gróðurvana sker séu einnig
ótalmörg. Eyjamar eru margbreytilegar að stærð, landslagi,
vatnsbúskap, gerð og dýpt jarðvegs, auk fjarlægðar frá ströndu.
Allir þessir eðlisþættir hafa áhrif á fjölbreytileika gróðurs, en
búseta, beit, stærð og tegund fuglabyggða eru einnig áhrifa-
valdar. Breiðafjarðareyjar bjóða upp á næg dæmi um breytileg
áhrif allra þessara umhverfisþátta. Alls hafa fundist í eyjunum
229 tegundir háplantna eða um helmingur af náttúrulegri tlóru
landsins. Ein þessara jurta, flæðarbúi, hefur hvergi fundist hér
á landi nema á þessum slóðum. Önnur sjaldgæf tegund er
villilaukur sem vex í Hvallátrum.
Fyrir tilstilli sjófugla njóta Breiðafjarðareyjar frjósemi sjáv-
ar ríkulega með þeim áburði sem þeir bera upp á land. Gnægð
næringarefna leiðir af sér mikla framleiðni, svo gras vex þar í
úthaga eins og á bestu túnum. Ýmsir fuglar, t.d. kríur og máfar,
þóttu hinir ágætustu áburðargjafar og í seinni tíð hafa grágæsir,
sem sækja eyjamar heim til að fella fjaðrir, bæst í hópinn þótt