Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 52
50
BREIÐFIRÐINGUR
lynd, góður ektamaki, góð móðir og húsmóðir, og aldrei
heyrðist, að hún mælti blóts- eða reiðiyrði eða nokkuð
óviðurkvæmilegt orð; í einu orði sagt, held ég, að Amdís
hafi verið ein sú besta kona og fullkomnasta hér vestan-
lands, þegar á allt er litið. Hún umbar með þolinmæði og
stillingu óaðgæslur, bráðlyndi og yfirsjónir síns ekta-
manns.33)
Þegar Friðrik hefur lýst konu sinni kemur þessi lýsing, mjög á
skjön við hinn herskáa anda bókarinnar:
Það bar oft við, að þau Friðrik og Arndís gengu tvö úti frá
bænum, leiddust og skemmtu sér, þá veður var gott, og var
það ávallt með sjó, eftir að þau vom komin í Akureyjar, og
þess á milli sátu þau í sjávarbrekkum og horfðu út um
eyjarnar og til fjallanna, þegar sólarroðminn var í hlíðunum
og hún að ganga undir, því fagrar kvöldstundir í kyrrðinni
eru hinar yndisfyllstu í lífinu þeim, sem guð gefur heil-
brigða sálu í heilbrigðum líkama. Töluðu þau þá um margt,
guðs forsjón, ævikjör þeirra og kjör bama sinna og fleira.34)
Enn segir í þessum kafla:
Amdís leið svo burt úr svefni þann 20. maí 1864, en Friðrik
kyssti hana, gekk út og grét, söknuð hans og sorg ætla ég
lítið að afmála, hann undi hvorki úti né inni. Það rættist á
honum „enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur“, því
það var eins og að hann þá, en aldrei fyrri, vissi hvað mikið
gott að guð hafði gert honum, þegar hann gaf honum
Arndísi. Friðrik vildi ekki láta neinn sjá að hann gréti, og
einn sat hann hjá henni og styggur var hann í umgengni,
fálátur og kaldur. Aldrei græðist honum þetta sár - „aldrei
má hann á æginn“ - en allt er það verðskuldað.35)