Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 45
ÍHALDSSAMURBARDAGAKLERKUR
43
Hitt er líka jafn augljóst að þó Friðrik Eggerz hefði ekki
eytt jafnmiklum tíma í málaferli og deilur og raun bar vitni, þá
hefði hann trúlega seint orðið dráttarklár mikilla hugsjóna. Til
þess var hann einfaldlega of mikill einfari, of gagnrýninn á of
marga, kannski má kalla það ákveðna tegund af mannfyrirlitn-
ingu. Og hvað sem leið augljósum gáfum hans, þá var hann
heimalningur í pólitískri hugsun, hann sá aldrei út fyrir jarða-
matið. Hann tók málareksturinn í arf frá föður sínum og allt
það vafstur smækkaði hann í andanum. Heiftin og langræknin
gagnvart andstæðingunum og flestum skyldmennum þeirra
bætti ekki úr skák.
Þorvaldur Sívertsen í Hrappsey var meðal helstu stuðnings-
manna Jóns forseta, en vegna þess að Þorvaldur var vinur
Kristjáns á Skarði, þá var hann og allt hans brölt hans þar með
orðið stórlega vafasamt. Þetta skýrir trúlega þá undarlegu
staðreynd að Friðrik sendi Jóni Ámasyni enga af þeim mörgu
þjóðsögum sem til eru skráðar af honum, og því vantaði þær í
hið mikla og fræga þjóðsagnasafn. Jón Árnason var nefnilega
tengdasonur Þorvalds í Hrappscy.20’
í þjóðfrelsisbaráttunni urðu menn að geta séð fyrir sér fram-
tíðarlandið. Friðrik Eggerz var allt of jarðbundinn til að gefa
slíkum loftsýnum gaum. Jón Sigurðsson og fylgismenn hans
horfðu fram á við, en Friðrik vildi snúa aftur. En af því við í
dag þurfum ekki að hafa áhyggjur af því hvort hann studdi Jón
forseta eða ekki, þá getum við áhyggjulítið skemmt okkur yfir
forneskju hans og afturhaldsrausi. Ef hugur hans hefði ekki
verið bundinn við hundaþúfuna, og sérstaklega jarðamatið á
henni, þá er óvíst að hann hefði skrifað þessa sérkennilegu og
stórmerku endurminningabók sína.
Frændur berjast
Eins og áður hefur verið nefnt voru bæði tengdir og mikill
skyldleiki á milli fólksins á Ballará og Skarði. Aðalfjandi séra
Eggerts var þannig mágur hans, auk þess sem þeir voru syst-