Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 53
ÍHALDSSAMURBARDAGAKLERKUR
51
Eymdarvœl úr myrkrabóli
Víða má í endurminningum séra Friðriks lesa dæmi um ves-
öldina sem þá fannst, en einhver dapurlegasta frásögnin snertir
aðbúnað þeirra sem ekki voru heilir á geði. Segir hann þar frá
húsvitjun og er frásögnin svohljóðandi:
Meðan á bóklestrinum stóð, heyrði Friðrik eymdarvæl úr
myrkrabóli við dymar á húsinu, þar sem hjónin bjuggu.
Hann spurði, hver þar væri. Konan svaraði, að það væri
óvitinn þeirra, hún Margrét, sem var þá tuttugu og fimm ára
gömul. Hann fór þangað, þreifaði fyrir sér í myrkrinu og
fann hana liggjandi á andlitið, allsnakta í rúmbólinu. Á
henni var ei svo mikið af fatnaði sem húfa á höfðinu eða
klútmynd um hálsinn; engin var sæng, rekkjuvoð, rýja eða
koddi undir henni eða höfði hennar. Hún grúfði ofan í
harðan marhálm, sem hún lá á, en einfalt brekánsræksni og
ekkert annað var þá ofan á henni. Friðrik þreifaði um hana
til að vita hvort sár væru á henni, og gat þau ekki fundið.
Þá Friðrik kom heim, sagði hann konu sinni frá þessu,
sem strax sendi ýmsan fatnað til stúlkunnar og lagði ríkt á,
að hún fengi að njóta hans. Þann 4. júlí næst eftir andaðist
stúlkan. Foreldrarnir voru bláfátækir í baráttu og mæðufullu
lífi, ráðvönd og þáðu af sveit.36’
Að lokum
Friðrik Eggerz lauk ritun endurminninga sinna árið 1880.
Prentaðar á bók ná þær yfir samtals 942 blaðsíður. En eins og
Jón Guðnason getur í formála var Friðrik alla ævi hinn mesti
iðjumaður og það jafnt við ritstörf eins og búskaparumsýslu.
Segir Jón að ef dæma eigi eftir fjölda og stærð þeirra handrita,
sem hann lét eftir sig, liggi næst að ætla að hann hafi notað til
ritstarfa hverja kyrrðarstund, sem honum gafst, allt frá yngri
árum fram í háa elli. Þær ritsmíðar séu af mörgu tagi, en