Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 95
GÓÐI MAÐURINN ÞÓRÐUR
93
hún mundi vilja deyja þangað í hólana til krossanna, og gott
mundi það vera. Enn þá hún dó lét hún grafa sig í sand þar
sem flæður gekk yfir þar sem öngvar voru vígðar moldar.
Á þessu Krosshóla plássi, ei langt frá læk einum, var líf-
látinn sá píslarvottur góði maðurinn Þórður, eftir allar kvalir
og píslir so margar og minnilegar, frá því eftir jól er hann
var fangaður til písla. Orðsökin var og tilefnið, að hann
hafði borið banatilræðishögg af bróður sínum, bar undir
höggið en sló öngvan. Urðu mörg teikn eftir.
Hér segir fyrst frá því að menn trúðu því, að þeir dæju í fjöll
og hæðir. Því til sönnunar er nefnd frásögn í 11. kafla Eyr-
byggju, er Þorsteini þorskabít var fagnað í Helgafelli eftir að
hann drukknaði.
En hver var þessi Þórður góði maður? Því verður nú reynt
að svara hér. Heimildir um Þórð eru í gömlum íslenskum ann-
álum. Hér er notuð útgáfa Gustavs Storms. Islandske Annaler
indtil 1578. Christiania 1888. Látið er nægja að setja ártalið
og greina heiti annálsins. Eins og fram kemur er aðalheimildin
Flateyjarannáll, sem er síðasti hluti hinnar alkunnu Flateyjar-
bókar og lokið var árið 1394 og er sjálfstæð samtímaheimild
síðustu árin. I Gottskálksannál segir svo við árið 1385:
„Höggvinn Þórður Jónsson og Jón Jónsson.“ Við sama ár segir
í Flateyjarannál: „Guðmundur Ormsson og Eiríkur Guð-
mundarson riðu heim að Þórði Jónssyni á jólum og fönguðu
hann, var hann síðan högginn eftir dómnefnu Orms Snorra-
sonar. ... þröngdur með mannagangi Guðmundur og Ormur á
þingi.“ Við árið 1389 segir í sama annál: „flutt bein Þórðar
Jónssonar til Stafholts í kirkjugarð eftir skipan officialis og
samþykki allra lærðra manna og hyggja menn hann helgan
mann.“ Loks segir í sama annál í lýsingu á vatnavöxtum og
skriðum haustið 1390: „tók og bæ í Búðarnesi og önduðust
tólf menn, en einn lifði í húsbrotunum og hafði heitið á Þórð
Jónsson.“
Þegar þessar annnálaklausur eru bomar saman við póstinn
úr Samantektum sést að ekki er vafi á, að um sama mann er að