Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 134
132
BREIÐFIRÐINGUR
Náttúrufar
Breiðafjörður er stærsta samfellda votlendissvæði landsins og
eru strandsvæði þar um helmingur af allri strandlengju þess. I
firðinum innanverðum er mikið grunnsævi, en utar er dýpi
víðast mælt í tugum metra og er liðlega hundrað metrar þar
sem það er mest. Kunnastur er Breiðafjörður fyrir mikinn
fjölda eyja, hólma, skerja og boða. Eyjamar á Breiðafirði hafa
löngum verið álitnar óteljandi líkt og Vatnsdalshólar og vötnin
á Arnarvatnsheiði.
Breiðafjarðareyjum er gjarnan skipt í tvennt, Vestureyjar og
Suðureyjar, sem ná þó ekki til allra eyja á firðinum. Skilin á
milli Vestureyja og Suðureyja eru á reiki, en eftir því sem næst
verður komist eru Suðureyjar sunnan línu frá fjallinu Klofn-
ingi yst í Dalasýslu og út fjörð, en Vestureyjar norðan hennar.
Sjávarfalla gætir meira á Breiðafirði en flestum öðrum
strandsvæðum við ísland og er mesti munur flóðs og fjöru á
sjötta metra. Miklar breytingar eiga sér stað á landslagi eftir
sjávarföllum vegna misdýpis og hins mikla fjölda eyja og
skerja. Sund þoma og stórir leiru- eða skerjaflákar rísa úr sjó
um fjöru svo að landslagið tekur stakkaskiptum. Víða mynd-
ast straumrastir og er Hvammsfjarðarröst þeirra kunnust. Þetta
umhverfi og breytingar á því torvelda siglingar og gera þær
hættulegar. Ekki er ókunnugum ráðlagt að sigla um eyjamar
án góðrar leiðsagnar.
Vegna eyjafjöldans er talið að á Breiðafirði sé yfir helming-
ur af öllum fjörum við ísland. Þetta atriði eitt veitir vísbend-
ingu um það gildi sem Breiðafjörður hefur fyrir lífríki lands-
ins. Lífmagn í fjörum og á grunnsævi er mikið og líffræðileg
áhrif þessara svæða ná langt út fyrir mörk þeirra, hvort heldur
er upp á land eða út á dýpri hafsvæði.
Stofnar hryggdýra í Breiðafirði eru yfirleitt stórir og gefur
það vísbendingu um óvenjuauðugt lágdýralíf sem fiskar, selir,
hvalir og fuglar lifa á beint eða óbeint. Tegundaauðgi í fjörum
og á grunnsævi er ótrúlega mikil þar sem smádýr þrífast í
skjóli víðáttumikilla þang- og þaraskóga. Fuglar eru áberandi í