Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 85

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 85
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND 83 an var rétt 10 er hún kom til Óslóar og það stóð líka heima að sporvagninn sem gekk um Bygdö Allé, þar sem ég bjó, var rétt farinn er ég kom á torgið. Ég varð því að bíða í 10 mínútur eftir næsta vagni. Ég var því ekki komin að húsinu fyrr en klukkan var 15 mínútur yfir 10, en þá var rétt búið að loka úti- dyrum garðsins, sem var umhverfis húsið. Gamla konan mín var ekki heima, ætlaði að vera hjá vinafólki sínu til klukkan 12 og hafði því tekið með sér lykilinn að portinu, en ég ætlaði að vera komin fyrir klukkan 10. Ég stóð því úti á götunni og komst ekki inn en árangurslaust var að hringja eftir þann tíma. Ég sá því ekki annað ráð en að rölta þama fram og aftur um gangstéttina svo að mér yrði ekki kalt. Og þegar ég nú gekk þarna um kom mér allt í einu í hug skrítinn draumur sem mig dreymdi þegar ég var bara 12 ára heima í Nesi. Hann var á þá lund að ég þóttist vera komin til Noregs og til Óslóar sem þá hét Kristjanía, og ég bjó þar hjá gamalli konu í húsi skammt frá konungshöllinni. Nú þóttist ég hlaupa um götur og torg - fram hjá konungshöllinni og var bráðlega komin að stóru húsi með háum garði í kring og á garðinum var lokuð hurð og þar var líka dyrahamar og bjalla. Ég þóttist taka hamarinn og berja í dyrabjölluna. Þá voru dyrnar opnaðar og út kom stelpa á aldur við mig og meira að segja jafnstór, í eins kjól og eins litt hár og algerlega eins og ég sjálf. Mér þótti sem ég yrði dálítið hissa og segi við stelp- una: „Hvað heitir þú?“. „Ég heiti Kristjana og er Hannesdótt- ir“, sagði hún. „Það getur ekki verið“, þóttist ég segja,“ því það er ég“. „Það er ég nú líka“, sagði stelpan og um það fór- um við að þrátta, en þá vaknaði ég. En það skrítnasta við drauminn var það að hér bjó ég reyndar hjá gamalli konu og húsið sem ég nú var þama hjá var nákvæmlega eins og það sem ég sá í draumnum - munurinn var aðeins sá að í stað dyrahamars og bjöllu var rafmagnsbjalla. En rétt sem ég var að hugsa um þetta - birtist allt í einu minn góði verndarengill - það geislaði nú engin birta frá hon- um því það var bara maður í svörtum frakka og með hatt. En hann kom reyndar út úr portinu og skildi eftir ólæstar dyrnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.