Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.09.2013, Síða 60

Skírnir - 01.09.2013, Síða 60
290 PÁLLSKÚLASON SKÍRNIR Magna Charta-yfirlýsingu sem fjöldi háskólarektora undirritaði á 1000 ára afmæli Bolognaháskóla haustið 1988.3 Þá þegar var ljóst að þróun þjóðfélagsins hafði skapað ákveðið kreppuástand í nú- tímaháskólum, ekki síst vegna þess að þeim var gert að sinna æ fleiri nemendum án þess að fjárveitingar væru auknar. Með yfirlýsingu sinni viidu rektorarnir minna á grundvallargildi háskólastarfs og forsendur þess að það beri frjóan ávöxt. Á síðustu áratugum hefur þróunin hins vegar orðið mun örari en menn sáu fyrir, alls kyns nýir háskólar hafa litið dagsins ljós, sam- keppni háskóla hefur harðnað svo að það ógnar samstarfi fræði- manna, efnahagslífið gerir sívaxandi kröfur um fræðilega færni til að reka fyrirtæki og framleiða og selja nýjar vörur, og unga fólkið vill kynnast nýjum fræðasviðum. Um leið hefur hið opinbera átt erfitt með að auka framlög til vísinda og mennta í takt við vaxandi verkefni háskólanna, meðal annars vegna kostnaðar við aðra mikil- væga innviði samfélagsins, svo sem heilbrigðisþjónustuna. Til að leggja megi ígrundað mat á stöðu háskóla nú á dögum þarf að gera margvíslegar rannsóknir og úttektir á starfsemi þeirra og umsvifum. Slíkar rannsóknir og úttektir þurfa að byggja á skýrum fræðilegum skilningi á því hvað háskóli er og hvaða þættir skipta mestu máli í starfi hans. Þess vegna komumst við ekki hjá því að takast á við spurninguna sem hér er varpað fram: Hvað er góður há- skólif Þessi spurning á að vera leiðarljósið í því mikilvæga umbóta- starfi sem háskólafólk um allan heim þarf nú að takast á hendur. 1. Tvœr meginkröfur Hlutverk háskóla frá fornu fari hefur verið að mennta einstaklinga í vísindum og fræðum svo að þeir þroskist og geti nýtt þekkinguna til góðs fyrir samfélagið. I samræmi við þetta hafa verið gerðar tvær meginkröfur til háskóla í aldanna rás. Annars vegar eiga þeir að leggja rækt við fræðileg gildi, sjá til þess að fræðileg þekking sé varðveitt frá einni kynslóð til annarrar og að stöðugt sé róið á ný 3 Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands, undirritaði yfirlýsinguna, en fjölmargir háskólar víða um heim hafa undirritað hana á síðari árum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.