Skírnir - 01.09.2013, Page 76
306
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
við þörfum þjóðfélagsins. Frá miðöldum hafa háskólarnir staðið í
harðri samkeppni á markaði, þurft að afla sér tekna til að standa
undir kostnaði við rekstur sinn, sannfæra aðra um ágæti starfsemi
sinnar og keppa um nemendur og kennara. Á miðöldum skiptu há-
skólarnir miklu máli fyrir borgirnar sem hýstu þá og veraldleg og
geistleg stjórnvöld nutu margvíslegrar þjónustu frá þeim. Nú-
tímaháskólar í Evrópu hafa alla tíð þurft að sýna sig og sanna
frammi fyrir stjórnvöldum, en einstakir skólar hafa líka þróað eigin
leiðir til að afla fjár, svo sem Háskóli Islands með happdrætti sínu.
I Bandaríkjunum voru háskólunum frá upphafi sköpuð betri efna-
hagsleg skilyrði en í Evrópu með myndun sjóða, innheimtu skóla-
gjalda og stuðningi fyrrum nemenda. Frá 19. öld litu evrópsk
þjóðríki á háskólann sem verkfæri til að efla sig sjálf (eins og þau
gera enn) og gerðu þeim kleift að dafna á sínum eigin fjárhagslegu
forsendum. Þess vegna er það ekki rétt að að háskólinn sé núna í
fyrsta sinn í sögunni að verða „fyrirtæki“, „þekkingarverksmiðja“,
eða hvað sem menn vilja kalla það. Háskólinn hefur alla tíð staðið í
margs konar rekstri og samkeppni á „menntamarkaðnum" sem að
sjálfsögðu hefur tekið breytingum í tímans rás. Á síðustu áratugum
hefur mönnum orðið starsýnna en áður á þessa hlið háskólans vegna
þess að samkeppnin um athygli, nemendur, fjármuni og þekkta
fræðimenn hefur stóraukist um leið og prófgráður og afurðir
fræðastarfsins hafa orðið æ mikilvægari í efnahagslífinu. En þetta
felur ekki í sér eðlisbreytingu á starfsemi háskólanna.
Síðari athugasemd mín lýtur að kenningu Readings. Sú skoðun
hans að menningarhugtakið sé orðið álíka inntakslaust og „excel-
lence“-hugtakið er, að mínum dómi, ekki rétt. Vandinn við „fram-
úrskörunina" er að mælikvarðarnir sem notaðir eru til að mæla hana
vísa ekki til staðreynda sem sýna að háskólinn sé góður staður til að
læra, rannsaka og vera. Þeir sýna — að svo miklu leyti sem þeir sýna
eitthvað sem máli skiptir — að skólinn er að ná vissum mælanlegum
árangri þegar hann er skoðaður sem rekstrarleg eining. Þetta segir
okkur hins vegar ekki mikið um gæði skólans sem menningar- eða
menntastofnunar. Varðandi þetta atriði er það reyndar trú mín að
háskólar nútímans blómstri margir hverjir sem menningar- og
menntastofnanir þrátt fyrir erfið skilyrði til að axla þessa mikilvægu