Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 78
308
PÁLL SKÚLASON
SKÍRNIR
þau virki vel til að auka afköst þeirra og skilvirkni í starfi. Þetta bitni
að sjálfsögðu á fræðunum og nemendunum; hvorugu sé sinnt sem
skyldi þótt bókhaldið sýni mikil umsvif og mikla framleiðslu.
Eg efast ekki um að það sé ærið tilefni til að hafa áhyggjur, en
minni á einfalda staðreynd um manneskjur, okkur sjálf: Við erum
hugsandi verur og veraldleg gæði, peningar, völd og frægð, full-
nægja okkur ekki ein og sér. Háskólarnir hafa til þessa verið staðir
þar sem fólk er leitt inn í fræðaheim þar sem það verður sjálft að
vega og meta hið sanna og rétta og þroska hugsun sína í átökum við
flóknar fræðilegar greiningar og kenningar. Það er ekki hægt að
stunda fræði af neinni alvöru, hvort heldur sem nemandi eða kenn-
ari, nema með því að yfirvega og gagnrýna stöðugt það sem sagt er
eða gert í fræðunum. Þar er endalaust leitast við að leiðrétta sig, gera
betur, finna nýjar lausnir og móta frumlegar hugsanir. Mælistikur
um afköst og árangur breyta engu um eðli þess að nema, hugsa og
læra þótt þær kunni vissulega að hafa áhrif á hegðun fólks (til dæmis
hve duglegt það er), og þær fá að mínu mati alltof mikla athygli
miðað við innihald námsins, þekkinguna og skilninginn sem fræðin
snúast raunverulega um.15
Önnur áhendingin lýtur að sundrungu fræðaheimsins sem
mörgum vex í augum og telja að sé til marks um það að mannsand-
inn hafi glatað einingu sinni. Hér á öldum áður hafi einn og sami ein-
staklingurinn getað búið yfir allri þekkingu heimsins. Leibniz er
gjarnan nefndur sem einn hinna síðustu alfræðinga af þessari tegund.
Smám saman hafi heimur fræðanna splundrast í ótal fræðigreinar
og undirgreinar þeirra sem hver urn sig telur sig vera að rannsaka það
sem mestu skiptir í alheimi. En þessi staðhæfing breytir engu um
það að starfsemi háskóla felst í því að fræðimenn og nemendur
þeirra einbeita sér að því að uppgötva sannindi, skilja þau og styðja
með viðeigandi rökum. Leitin að sannri þekkingu hefur ávallt verið
15 Það má velta því fyrir sér hvort þessi ofuráhersla á árangursmat og gæðamæl-
ingar gefi ekki líka fræðimönnum ákveðið svigrúm eða „frelsi“ til að gera það sem
þá langar til og það hvetji því óbeint til kraftmeiri þekkingarleitar (því í raun er
lítið eða ekkert eftirlit með því hvað þeir eru að gera). En þá reynir á ábyrgð
þeirra einstaklinga til að nýta „akademískt frelsi“ sitt til góðra verka því þeir fá
yfirleitt enga aðstoð við það frá skólanum eða eftirlitsaðilum.