Skírnir - 01.09.2013, Page 79
SKÍRNIR
HVAÐ ER GÓÐUR HÁSKÓLI ?
309
kjarninn í fræðaheiminum og þar með í starfi háskólanna. Hug-
myndin um háskólann sem samfélag þar sem fræðimenn, kennarar
og nemendur deila þekkingu af öllum hugsanlegum fræðasviðum
er í fullu gildi þótt háskólarnir þurfi að að einbeita sér í auknum
mæli að rekstrarvandamálum sínum.
Hér er gengið að þrenns konar forsendum vísum um þetta
kjarnastarf háskólanna: I fyrsta lagi að til sé sönn þekking sem er
sameiginleg öllum hugsandi verum (dæmi: 2+2 gera 4; það rignir
(ekki) hér og nú; það er rangt að misþyrma dýrum).16 I öðru lagi að
fræðileg hugsun sé í megindráttum sú sama hver sem fræðigreinin
er og hversu margar og mismunandi aðferðirnar eru sem beitt er við
hin ólíku viðfangsefni; þess vegna skilja fræðimennirnir hver annan
og eiga í margvíslegum samskiptum þótt þjóðtungurnar séu margar
og ólíkar. I þriðja lagi er hvarvetna í háskólaheiminum gengið að
sömu grunngildunum vísum sem fólk veit að það verður að standa
vörð um til þess að þekkingarstarfið blómstri og beri ávöxt.
Víkjum nánar að grunngildunum. Þau fela ævinlega í sér virðingu
fyrir hinu sanna og rétta, leit að nýjum leiðum að viðfangsefninu
og viðurkenningu á takmörkunum vísinda og fræða. Breski heim-
spekingurinn Christopher Norris lýsir þessu vel:
Hugmyndin um háskóla verður ekki aðgreind frá vissum öðrum leiðsagn-
arhugmyndum, það er „hugmyndum skynseminnar" (í merkingu Kants)
sem eru ekki fyllilega veruleiki í neinum raunverulegum háskóla — eða
armarri stofnun — en hafa engu að síður gildi sem er hafið yfir allar sérstakar
aðstæður í tíma og rúmi. Helstar meðal þeirra eru, hygg ég, hin samstæðu
gildi sannleika, gagnrýni og gagnkvæms skilnings (að svo miklu leyti sem
hann er á mannlegu færi) og virðing fyrir ólíkum siðferðilegum og fræði-
legum sjónarmiðum. (Norris 2000: 104)
Málið snýst ekki um það að háskólamenn deili vitandi vits og af
ásetningi „leiðsagnarhugmyndum" af því tagi sem ég nefni, heldur
að það eru slíkar hugmyndir sem afmarka allt sem háskólamenn geta
hugsað, sagt og gert af viti á sviði fræðanna innan háskólans. Þessar
hugmyndir skapa þannig ákveðinn ramma utan um starfsemi há-
16 Það er margt fleira en þekkingin, fræðileg, tæknileg og siðferðileg, sem er sam-
eiginlegt hugsandi verum, til dæmis er skopskyn barna hvarvetna af sama toga.