Skírnir - 01.09.2013, Side 80
310
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
skólafólks sem gefur henni merkingu og gerir hana skiljanlega.
Innan þessa ramma er að finna fræðilegar og siðferðilegar reglur
sem háskólafólki ber stöðugt að taka mið af.17 Stundum viðurkenna
menn ekki þennan ramma og brjóta reglurnar sem þeim ber að
fylgja. I háskólasamfélaginu hendir það vissulega að menn fara út af
sporinu, til dæmis með því að láta kenningar sínar eða niðurstöður
ráðast af annarlegum hagsmunum, svo sem peningalegum ávinn-
ingi, eða þegar háskólamaður lætur öfund ráða gerðum sínum,
hindrar framgang starfsfélaga eða svertir mannorð hans. Siðferðis-
brestir af þessum toga eru alþekktir í öllum samfélögum og um þá
má finna ótal dæmi frá upphafi mannkynssögunnar til þessa dags.
Því miður þarf fólk hvarvetna að vera á varðbergi gagnvart margs
konar löstum, svo sem öfund og græðgi, hroka og nísku.
Þriðja ábendingin lýtur að þeirri hugsun Readings að „upplýs-
ingin" sé liðin undir lok, skynsemin, menningin og öll þau gildi sem
undir þær hafi verið felld heyri sögunni til, markaðurinn hafi gleypt
þau með húð og hári og nú sé eftirleikurinn sá að spinna nýjar sögur
og ævintýri. Eg hef miklar efasemdir um kenningar sem kveða á um
algjör söguleg skil: á einum tíma hugsi fólk eftir tilteknum brautum
en á næsta tímaskeiði hugsi fólk eftir allt öðrum leiðum. Fyrir-
myndir um það hvernig á að leita hins sanna og rétta breytast vissu-
lega, en það merkir ekki að hið sanna og rétta dansi í lausu lofti eftir
duttlungum tíðarandans og að mælikvarðarnir séu breytilegir frá
einum tíma til annars. Oðru nær, þótt heimsmynd hinna fornu
Grikkja sé, að því er virðist, víðsfjarri heimsmynd nútímans, þá
skiljum við skrif þeirra Platons og Aristótelesar og fylgjum í dag í
meginatriðum fræðireglunum sem þeir beita og boða í ritum sínum.
Hin fræðilega hugsun er ein og söm og breytist ekki frá einum tíma
til annars. Og fræðigreinarnar eru í grundvallaratriðum þær sömu
og í árdaga vísindanna meðal hinna fornu Grikkja: stærðfræði,
rökfræði, eðlisfræði, stjörnufræði, sálarfræði, grasafræði, siðfræði
o.s.frv. Þess vegna tel ég að útvíkkun fræðaheimsins og nýjar undir-
greinar séu síður en svo áhyggjuefni, heldur sýni að fræðin, mennta-
17 Ég minni aftur á Magna Charta-yfirlýsingu háskólarektora á 900 ára afmæli
Bolognaháskóla 1988 sem er einföld og skýr framsetning á þeim ramma sem
háskólamenn um heim allan viðurkenna að eigi að gilda fyrir háskólastarf.